Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 469 svör fundust

Hvað er hægt að segja um liti í kjarna og í möttli jarðar?

Efnið inni í jörðinni er svokallaður svarthlutur í skilningi eðlisfræðinnar, en það merkir ekki að hluturinn sé endilega svartur á að líta, heldur að hann geislar ekki frá sér tilteknum litum eða bylgjulengdum ljóss óháð ástandi sínu; geislun frá honum og þar með liturinn fer alfarið eftir hita. Við getum hugsað o...

Nánar

Hvar er jörðin?

Staðsetningu jarðar má gefa til kynna með ýmsum hætti. Eðlilegt er að nota tölur þó að þær segi ef til vill ekki alla söguna vegna þess að jörð og sól eru á sífelldri hreyfingu. Jörðin er ein af níu reikistjörnum í sólkerfi okkar. Hún gengur umhverfis sólina í um 150 milljón kílómetra fjarlægð frá miðju sólker...

Nánar

Hvað er venjulegt? Hver eru viðmiðin fyrir venjulegt?

Þetta er föstudagssvar. Eins og venjulegt er um slík svör ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega, þó að það geti kannski vakið til umhugsunar. Ritstjórn hefur þann sem samdi frumdrög svarsins sterklega grunaðan um að hafa brugðið á leik með mál og stíl undir lok vinnuvikunnar enda hafi endorfín verið farið a...

Nánar

Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?

Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...

Nánar

Eru einhver takmörk fyrir því hvað tölva getur orðið hröð?

Sú sífellda hraðaaukning sem átt hefur sér stað í tölvum á síðustu áratugum gæti fengið okkur til að trúa því að hægt sé að auka hraða tölva endalaust. Þetta er þó líklega ekki tilfellið, því miðað við þá örgjörvahönnun sem þekkt er í dag þá munu ýmis eðlisfræðilögmál fara að setja hraða rökrása ákveðnar skorður. ...

Nánar

Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?

Greinilegt er að margir hafa velt þessari spurningu fyrir sér. Aðrir spyrjendur eru Kjartan Guðmundsson, Gunnlaugur Johnson, Ingvi Gautsson, Hera Ólafsdóttir, Andri Þorvaldsson, Orri Steinarsson, Þorsteinn Pálmason, Georg Ólafsson, Árni Ólafsson, Ólafur Hlynsson og Sirrý Ólafsdóttir. Hér er einnig að finna sva...

Nánar

Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum?

Til að geta svarað þessari spurningu þurfum við að vita tvennt: hvað það er sem við skynjum með skilningarvitum okkar og hvert hið rétta eðli heimsins er. Hið fyrrnefnda hafa heimspekingar átt í nokkrum vandræðum með að koma sér saman um en þó getum við gert okkur vonir um að finna svarið með því að rýna nógu miki...

Nánar

Hvað er útópía?

Útlenda orðið utopia er dregið af riti enska húmanistans Thomasar More (1477-1535) Utopia, sem skrifað var á latínu árið 1516. Það er myndað af grísku orðunum ou, sem merkir ‘ekki’, og topos sem er ‘staður’. Það þýðir þess vegna bókstaflega ‘enginn staður’ og hefur því verið þýtt með orðinu staðleysa. Það orð má þ...

Nánar

Hvað eru sleipurök?

Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...

Nánar

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...

Nánar

Verður maður brúnn af því að sitja við varðeld?

Þegar útfjólublátt ljós fellur á húðina örvar það myndun litarefnisins melaníns í litfrumum og við verðum brún. Viðbrögð húðarinnar við útfjólubláum geislum eru háð afli geislanna en óháð uppsprettu þeirra. Húðin verður þess vegna fyrir sömu áhrifum hvort sem útfjólubláu geislarnir koma frá sólinni eða einhverju h...

Nánar

Hver er reglan um topphorn?

Í þessu svari verður sýnt hvernig skilgreina má topphorn út frá öðrum hugtökum venjulegrar rúmfræði og sagt frá mikilvægustu reglunni sem tengist þeim. Gert er ráð fyrir að allir hlutir, sem rætt er um í svarinu, liggi í sama slétta fletinum. Hugsum okkur að við höfum beina línu sem er óendanleg í báðar áttir o...

Nánar

Fleiri niðurstöður