Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5605 svör fundust

Hvað eru margar mörgæsir á Suðurskautslandinu?

Fimm tegundir mörgæsa verpa á Suðurskautslandinu. Rannsókn sem gerð var árið 2020 á ástandi mörgæsastofna þar leiddi í ljós að samtals töldust varppör þessara fimm tegunda vera 5,77 milljón það árið. Flestar mörgæsir á Suðurskautslandinu tilheyra tegund aðalsmörgæsa (Pygoscelis adeliae, e. Adélie penguin), all...

Nánar

Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?

Öll spurningin hljómaði svona: Eldri fjölskyldumeðlimur, (1916-2002) uppruni að Gröf í Laugardal, sagði gjarnan „hlúð“ um tehettu. En ekkert nafnorð finnum við í orðabókum um orðið hlúð. Finnst það hjá ykkur? Takk fyrir. Í ritinu Alþjóðamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson rithöfund eru talin upp allmör...

Nánar

Hvers vegna kviknar strax ljós þegar ýtt er á takka?

Í almennu rafveitukerfi eru yfirleitt tvær leiðslur. Við getum hugsað okkur að önnur flytji rafstraum inn í raftækin en hin frá þeim og til baka til rafveitunnar. Rofinn á veggnum er hins vegar eins konar stífla í rásinni; þar slitnar hún. En þegar við ýtum á rofann færist leiðandi hlutur til inni í honum þannig a...

Nánar

Hvað er iktsýki?

Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...

Nánar

Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?

Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...

Nánar

Á sá fund sem finnur?

"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...

Nánar

Hvernig myndast jöklar?

Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...

Nánar

Hvers vegna er ekki hægt að deila með núlli í stærðfræði?

Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu, allt eftir því hvaða skilning menn leggja í deilingarhugtakið. Hér verða því gefin þrjú svör við spurningunni, hvert í sínum hluta, þannig að sem flestir geti fengið svar við sitt hæfi. 1. Deiling sem skipting í jafna hópa Þegar nemendum er fyrst sagt frá dei...

Nánar

Hvernig myndast djúprennur?

Jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem flekana rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast sökkbelti sem einkennist af djúprennu eða djúpál hafsbotnsmegin en af fellingafjöllum eða eyjabogum landmegin. Djúpálar eru dýpsti hluti hafsbotnsins. Hinn stinni hafsbot...

Nánar

Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum?

Colosseum er án nokkurs vafa frægasta mannvirki Rómverja og sennilega frægasta mannvirki á Ítalíu fyrr og síðar. Það var stærst allra hringleikahúsa (amphitheatrum) Rómaveldis þótt það væri alls ekki stærsti leikvangurinn. Til dæmis tók Circus Maximus að minnsta kosti fimm sinnum fleiri áhorfendur í sæti. Eins og ...

Nánar

Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.

Árið 1979 birti Höskuldur Þráinsson prófessor grein í tímaritinu Íslenskt mál undir heitinu „Hvað merkir orðið bolli?“ Þar studdist hann við tilraun sem bandaríski málvísindamaðurinn William Labov hafði gert 1973. Hann gerði könnun með því að sýna þátttakendum 28 myndir af einhvers konar drykkjarílátum og spyrja h...

Nánar

Hvers vegna brakar í háspennulínum?

Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákv...

Nánar

Fleiri niðurstöður