Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5606 svör fundust

Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs? Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði e...

Nánar

Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?

Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...

Nánar

Hvernig fallbeygir maður orð á íslensku, eins og til dæmis negul?

Vísindavefurinn hefur áður svarað nokkrum spurningum um beygingar orða. Hér eru nokkur dæmi um þær: Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtöluHvernig beygist sögnin að skína?Hvernig er nafnið Dagmar í eignarfalli? Upplýsingar um beygingar orða er hins vegar auðvelt að finna ...

Nánar

Af hverju heita legsteinar þessu nafni?

Legsteinar í japönskum grafreit í Broome í Ástralíu. Orðið leg hefur fleiri en eina merkingu en ein þeirra er 'staður sem eitthvað liggur á eða í'. Talað er um að menn fái leg í kirkjugarði þegar þeir eru grafnir, það er stað þar sem þeir eru lagðir til hvílu. Við þann stað er oft legsteinn, minningarsteinn þar ...

Nánar

Hvað eru þekktar margar tegundir fiska í heiminum?

Í dag eru þekktar um 28.000 tegundir núlifandi fiska. Þar af telja beinfiskar um það bil 27.000 tegundir og eru því langstærsti hópurinn. Þekktar eru um 970 tegundir brjóskfiska og um það bil 108 tegundir slímála og steinsuga. Úthöfin eru hins vegar að miklu leyti ókönnuð og sífellt eru því að finnast nýjar teg...

Nánar

Er það rétt að sögnin að nenna sé aðeins til í fáum tungumálum?

Sögnin að nenna ‘hafa dug eða vilja til, vera ólatur við’ kemur þegar fyrir í fornmáli. Hún er til í öðrum Norðurlandamálum og er í færeysku nenna ‘fá sig til einhvers’, nýnorsku nenna í sömu merkingu, í eldri sænsku nänna, nännas ‘hafa hugrekki eða vilja til’, í sænskum mállýskum er merkingin ‘fella sig við, hafa...

Nánar

Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?

Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis...

Nánar

Hver er íbúafjöldi Jamaíku?

Á Jamaíku bjuggu 2.682.100 manns í lok árs 2007 samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins. Jamaíka er eyja sunnan af Kúbu. Höfuðborgin heitir Kingston. Eyjan er þriðja stærsta eyja Karíbahafs, 240 km að lengd, 80 kílómetra breið og 10.991 km² að flatarmáli. Hún er hálend eldfjallaeyja og þar er hitabeltisloft...

Nánar

Fyrir hvað stendur FIFA? Hvenær og hvar var það stofnað?

FIFA stendur fyrir Fédération Internationale de Football Association en á íslensku kallast það Alþjóða knattspyrnusambandið. Það var stofnað í París í Frakkland 21. maí 1904 og var fyrsti forseti þess Frakkinn Robert Guétin. FIFA hefur verið með höfuðstöðvar í Zürich í Sviss frá árinu 1932. Við stofnun FIFA vor...

Nánar

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?

Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...

Nánar

Af hverju hafa apar kynfæri?

Eitt af einkennum allra lífvera er að þær geta af sér afkvæmi og kallast það æxlun. Í lífríkinu eru tveir meginflokkar æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlaus æxlun eins og fjallað er um í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun? Þar kemur...

Nánar

Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum?

Svonefndar PCI-, PCI Express- og AGP-raufar (e. slots) eru hraðvirk tengi á móðurborðum. Raufarnar eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið í tölvunni, til dæmis skjákort, netkort, diskastýringar, sjónvarpskort og hljóðkort. Helsti munurinn á þeim er aldur þeirra og samskiptahraðinn. PCI Express-, AGP- og...

Nánar

Fleiri niðurstöður