Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5606 svör fundust

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...

Nánar

Hver er munurinn á úteitri og inneitri?

Úteitur (e. exotoxin) eru eiturefni sem bakteríur seyta frá sér og eru meðal bannvænstu efnasambanda sem þekkjast í náttúrunni. Dæmi um eitrun af völdum úteiturs er svokölluð bótúlíneitrun, matareitrun sem rekja má til sperðilbakteríunnar (Clostridium botulinum). Lesa má um einkenni bótúlíneitrunar á heima...

Nánar

Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í íslenska Lottóinu?

Fjallað hefur verið um mögulegar talnaraðir í íslenska Lottóinu hér á vefnum og kemur þar fram að fjöldi mögulegra útkoma er 501.942. Til að vera viss um að vinna í Lottóinu þarf því að kaupa 501.942 raðir. Hver röð kostar 75 krónur og kosta raðirnar samtals þá rúmar 37,6 milljónir króna. Einfaldur fyrsti vinni...

Nánar

Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?

Vatnsmesti foss Evrópu telst vera Rheinfalle í Sviss og hvorki Dettifoss né aðrir fossar á Íslandi komast nærri honum í vatnsmagni. Dettifoss er aflmesti foss Íslands en sá vatnsmesti er Urriðafoss. Vatnsmesta á landsins er hins vegar Ölfusá. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á...

Nánar

Hvenær ber að nota hornklofa, []?

Um notkun greinarmerkja í íslensku er hægt að lesa í auglýsingu um greinarmerkjasetningu. Þar segir um hornklofa:Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun. Dæmi: „Honum [þ.e. Hvítingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuð...

Nánar

Hvers vegna heita þær ljósmæður?

Hér er einnig svarað spurningu Loga Helgusonar: Hver er uppruni orðsins ljósmóðir? Orðið ljósmóðir er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er í Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584. Þar segir í Fyrstu Mósebók (35.17): Og sem hun þiakadist meir og meir a Sængarførunne / sagde Liosmodurin til hen...

Nánar

Hvað er kaupauðgistefna (merkantílismi)?

Kaupauðgistefnan eða merkantílismi fólst fyrst og fremst í því að hvetja til útflutnings en vinna gegn innflutningi. Dregið var úr innflutningi með ýmsum höftum eða tollum. Ætlunin var með þessu að ná að flytja meira út en inn, fá mismuninn greiddan í gulli eða öðrum góðmálmum og ná þannig að safna miklu af slíkum...

Nánar

Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?

Orðið fóstri var í fornu máli bæði notað um þann sem tók einhvern í fóstur og þann sem var í fóstri hjá einhverjum. Sama gilti um orðið fóstra. Það var bæði notað um konuna sem tók einhvern í fóstur og stúlku sem tekin var í fóstur. Í nútímamáli virðist merkingin ‘fósturfaðir’ og ‘fósturmóðir’ ríkjandi í orðunum f...

Nánar

Úr hverju eru pinnarnir á örgjörvum?

Pinnarnir á örgjörvum eru tenging þeirra við móðurborðið og þar með við aðra hluta tölvunnar. Þeir sem til þekkja vita að pinnarnir eru gulllitaðir og ef til vill vakir fyrir spyrjanda að komast að því hvort um raunverulegt gull sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Intel, sem framleiðir meðal annars örgjörvann ...

Nánar

Er Falco islandicus og Falco rusticolus sami fálkinn?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er fálki (Falco islandicus og Falco rustucolus) sami fálkinn? Hver er munurinn ef þeir eru ekki sami fuglinn? Svarið við þessari spurningu er já, því íslenski fálkinn eða valurinn er af tegundinni Falco rusticolus en af deilitegundinni islandicus. Tegundaheiti íslandsfálkans...

Nánar

Hver er stærsti jökull í heimi og hvað er hann stór?

Lambertjökull á Suðurskautslandinu er stærsti jökull í heimi. Heimildum ber ekki alveg saman um stærð hans en á Wikipediu er hann sagður 80 km breiður, rúmlega 400 km langur og 2,5 km á þykkt. Það var ameríski landfræðingurinn John H. Roscoe sem fyrstur dró útlínur jökulsins, lýsti honum og gaf honum nafnið ...

Nánar

Hvað geta gullfiskar orðið gamlir?

Gullfiskar (Carassius auratus) lifðu upphaflega villtir í Austur-Asíu, en tegundin er nú einnig á meðal algengustu skrautfiska sem menn halda í fiskabúrum. Villtir gullfiskar eru yfirleitt ekki gulllitaðir, heldur fremur dökkgráir eða ólífugrænir. Aftur á móti hafa menn ræktað ýmis afbrigði, þar á meðal fiska af h...

Nánar

Fleiri niðurstöður