Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5605 svör fundust

Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?

Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...

Nánar

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?

Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirt...

Nánar

Hvað eru lyfjaónæmir sýklar?

Helsta einkenni lyfjaónæmra sýkla er að þeir bregðast ekki við sýklalyfjum. Ónæmi baktería er ýmist náttúrlegt eða áunnið. Sýkill sem er ónæmur fyrir tveimur eða fleiri lyfjum er sagður vera fjölónæmur. Lyfjaónæmi er vaxandi vandamál.Á rannsóknarstofum er hægt að beita ýmsum aðferðum við að mæla næmi baktería ...

Nánar

Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?

Það er spurning hvaða mælikvarða er hægt að nota til að ákvarða hvað er frægasta ferðamannaland í heimi. Líklega er einfaldast að setja samasemmerki á milli þess að vera frægt og vera vel sótt. Mjög margir ferðamenn berja Eiffelturninn augum enda er Frakkland það land heims sem fær flestar heimsóknir erlendra ...

Nánar

Menga eldfjöll meira en menn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni? Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu ...

Nánar

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí. Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. ...

Nánar

Brennur demantur ef ég set hann ofan í glóandi hraun?

Þegar fastefni er hitað, bráðnar það eða gufar upp eftir aðstæðum -- og ef það er eldfimt og súrefni fyrir hendi, brennur það. Meðfylgjandi mynd sýnir jafnvægisástand kolefnis við mismunandi hita og þrýsting. Við þrýsting minni en 0,01 GPa (100 loftþyngdir) bráðnar demantur (sem hér er hálfstöðugur) ekki, heldur g...

Nánar

Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur? Þessi orð eru notuð yfir hvíta sósu gerða úr mjólk og hveiti og þykir ómissandi með hangikjöti og bjúgum. Orðin uppstúfur, uppstúf og uppstú eru notuð um hvíta sósu eins og nefnt er í fyrirspurninni. Þau eru a...

Nánar

Af hverju er jökull á Grænlandi?

Ísöld hófst fyrir um 2,7 milljón árum síðan, en þá hafði norðurhvel jarðar verið íslaust í meir en 500 milljón ár. Hvers vegna myndaðist þá þessi mikli jökull á Grænlandi? Var það eingöngu vegna þess að það tók að kólna, eða voru einhverjir aðrir þættir að verki? Það voru þrír þættir, sem virkuðu allir saman t...

Nánar

Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...

Nánar

Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?

Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...

Nánar

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?

Bjarni K. Kristjánsson er prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Rannsóknir Bjarna hafa snúið að því að skilja hvernig vistfræðilegir þættir móta líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda búsetu okkar hér á jörð. Því er mikilvægt að auka skilning okkar á því hverni...

Nánar

Fleiri niðurstöður