Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5605 svör fundust

Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?

Öndun er efnaferli í frumum þar sem lífrænum sameindum eins og glúkósa er sundrað til að fá orku. Þetta þurfa allar lífverur að stunda á einn eða annan hátt til að fá orku til að vaxa og viðhalda sér, fjölga sér og hreyfa sig (þær sem það geta). Orkan er geymd í efnatengjum sameindanna sem efnaorka. Með því að sun...

Nánar

Hver var Vere Gordon Childe og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Vere Gordon Childe (1892-1957) var fæddur og uppalinn í Ástralíu og nam fornfræði í Sydney. Hann flutti til Oxford til að læra klassíska fornleifafræði um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin skall á. Á háskólaárunum fékk Childe áhuga á sósíalisma og þegar hann sneri aftur heim til Ástralíu árið 1917 varð hann fljó...

Nánar

Hvað gerði William Wallace?

Sir William Wallace er skosk þjóðhetja sem barðist gegn enskum yfirráðum í Skotlandi fyrir og um aldamótin 1300. Vitneskja um afrek William Wallace hefur mikið til varðveist í hetjuljóði eftir mann sem kallaður var Blindi Harry (um 1440-1492). Ljóðabálkurinn, sem heitir The Actes and Deidis of the Illustre and Val...

Nánar

Eru vöðvar í fingrum?

Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...

Nánar

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...

Nánar

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?

Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...

Nánar

Getið þið sagt mér hver þjóðardýrin eru í flestum löndum heims?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvert er þjóðardýr Íslands og af hverju? Þjóðir heims eiga sér öll einhver þjóðartákn, ýmist lögformleg eða óformleg. Þessi tákn geta til dæmis endurspeglað eða vísað til sjálfsmyndar þjóðarinnar, sögu hennar, menningar eða náttúru. Þjóðartáknin eru til að mynda fáni, þjóðsöng...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?

Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum....

Nánar

Er jörðin flöt?

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...

Nánar

Hvað er Banach-Tarski-þverstæðan?

Banach-Tarski-þverstæðan er setning í rúmfræði eftir stærðfræðingana Stefan Banach (1892 - 1945) og Alfred Tarski (1901 - 1983). Hún segir að hægt sé að skipta kúlu upp í endanlega marga hluta, færa hlutana til og snúa þeim án þess að breyta lögun þeirra eða stærð, og setja þá saman á nýjan leik þannig að út komi ...

Nánar

Hver fann fyrstur risaeðlubein?

Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini ...

Nánar

Hvernig varð jörðin til?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

Nánar

Fleiri niðurstöður