Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 428 svör fundust

Hvernig eru kol til að teikna með búin til?

Kol eru rík af frumefninu kolefni og eru fyrirtakseldsneyti þar sem þau brenna vanalega vel. Hefðbundin kol kallast einnig steinkol eða náttúruleg kol þar sem þau myndast í náttúrunni úr jurtaleifum við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis í mýrum og fenjum. Ummyndun jurtaleifanna í kol tekur milljónir ára og þarfn...

Nánar

Hvað er reglulegur hyrningur?

Áður hefur verið fjallað um hyrninga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af? Þar eru þeir skilgreindir svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta...

Nánar

Hver fann upp blindraletrið?

Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum: Hvernig er stafrófið á blindraletri? Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út? Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið e...

Nánar

Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni líkt og Breiðamerkurjökull? Myndi hann hopa hægar ef ekki hefði myndast lón fyrir framan? Jöklar á Íslandi bráðna fyrst og fremst vegna áhrifa sólgeislunar beint og óbeint. Kemur það aðallega fram við yfirborð jökulsins þar sem gætir ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?

Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...

Nánar

Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)? Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Ar...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?

Saga Auschwitz (Oświęcim á pólsku) er viðamikil en hér eru rakin helstu atriðin sem skýra jafnframt þróun búðanna. Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru stofnaðar vorið 1940 og komu fyrstu fangarnir þangað í júní það ár. Búðirnar voru byggðar í gömlum pólskum herbúðum í bænum sem tilheyrði þá þýska rík...

Nánar

Er heimspeki tilgangslaus?

Stutta svarið við spurningunni er: Nei, en það veltur samt eiginlega á þér. Þegar maður veltir spurningunni fyrir sér vakna fleiri spurningar: Hvað er tilgangur? Hvaðan kemur tilgangur? Hvers konar hlutir geta haft tilgang? Það virðist vera grundvallarmunur á að spyrja um tilgang til dæmis smíðisgripa annars ve...

Nánar

Hvernig er alheimurinn á litinn?

Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...

Nánar

Til hvers er botnlanginn?

Botnlanginn er hol tota sem gengur út frá botnristlinum. Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé l...

Nánar

Fleiri niðurstöður