Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 713 svör fundust

Hvað eru vúlkönsk eldgos?

Gos sumra eldstöðva einkennast af stökum kröftugum sprengingum. Milli þeirra geta liðið mínútur eða klukkustundir, en hver sprenging getur staðið í nokkrar mínútur og myndað gosmökk sem nær allt að 20 kílómetra hæð. Þetta eru vúlkönsk gos, nefnd eftir ítölsku eldfjallaeynni Vulcano. Kvikan er yfirleitt ísúr og því...

Nánar

Hvað eigum við að gera ef við finnum forngrip á víðavangi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fær maður pening ef maður finnur fornmun og lætur Fornleifastofnun vita af fundinum? Þeir sem finna forngripi á víðavangi eiga að hafa samband við Minjastofnun Íslands sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Stofnunin er með skrifstofu á...

Nánar

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...

Nánar

Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...

Nánar

Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?

Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...

Nánar

Hvaða hlutabréf er best að kaupa?

Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem han...

Nánar

Eru til krabbameinsdrepandi efni?

Jú, vissulega eru til efni sem drepa krabbameinsfrumur og þau eru notuð sem lyf gegn krabbameini. Gallinn er bara sá að fram að þessu hefur ekki tekist að finna lyf sem drepur eingöngu krabbameinsfrumur en hefur engin áhrif á eðlilegar frumur. Galdurinn er að ráðast gegn einhverjum eiginleikum sem krabbameinsfrumu...

Nánar

Hvernig finnur maður draumaprinsessuna sína?

Við á Vísindavefnum höfum ekki átt í teljandi vandræðum að svara spurningum á borð viðHefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?Hvað merkir jafnan E = mc2?Við höfum ekki heldur látið vefjast fyrir okkur að svara spurningum sem eru kannski ekki jafnvísindalegar en engu að síður krefjandi:Halda mýs að l...

Nánar

Hvað er erfðamengun?

Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...

Nánar

Hvers vegna myndast magasár?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvaðan kemur bakterían sem veldur magasári, er hún í matinum okkar eða fæðumst við með hana? Magasár er oft notað sem samheiti yfir svonefnd ætisár í maga og skeifugörn. Ætisár eru býsna algeng, en áætlað er að einn af hverjum 100 einstaklingum fái ætisár á lífsleiðinni. ...

Nánar

Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?

Ian Fleming lifði um margt atburðaríka ævi og nýtti sér persónur og atburði úr eigin lífi í James Bond-bækurnar. Hann hét fullu nafni Ian Lancaster Fleming, fæddur 28. maí 1908 í London. Faðir hans var Valentine Fleming, majór og þingmaður Íhaldsflokksins sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Móðir hans hét Eve...

Nánar

Þekkist fíkn hjá dýrum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Þekkist fíkn hjá dýrum (þ.e. stjórnlaus neysla einhvers sem kemur þeim í annarlegt ástand og er þeim hættuleg)?Ein saga barst höfundi til eyrna fyrir nokkrum árum, af kúreka nokkrum í Norður-Ameríku á 19. öld sem hélt björn sem gæludýr. Það væri ekki í frásögur færandi nema ...

Nánar

Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?

Það virðist óhætt að fullyrða að flest lönd leyfi verðtryggingu lána en það er annað mál að mjög misjafnt er hve útbreidd hún er. Það er helst hægt að finna dæmi um að verðtrygging lána hafi verið bönnuð í löndum sem hafa átt í verulegum erfiðleikum í baráttu við verðbólgu. Hið sama má segja um verðtryggingu launa...

Nánar

Fleiri niðurstöður