Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 617 svör fundust

Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?

Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla? Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra d...

Nánar

Hvað eru strombólsk eldgos?

Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt ...

Nánar

Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins? Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’. Samkvæmt...

Nánar

Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?

Keops-píramídinn Píramídinn mikli er einn af þremur stórum píramídum í Giza í Egyptalandi. Píramídarnir þrír eru kenndir við faraóanna sem létu reisa þá, konunga Fornegypta, en þeir tilheyrðu allir 4. konungsættinni sem ríkti á árunum 2575-2465 f.Kr. Píramídinn mikli er kenndur við Keops (eg. Khufu) og hann er el...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um afrísku mörgæsina?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvaða fuglategund er þetta á myndinni? Myndin er líklega af afrísku mörgæsinni (Spheniscus demersus), en hún er stundum kölluð asna-mörgæs (e. jackass penquin) þar sem köll hennar þykja minna á hljóð í asna. Eins og nafnið gefur til kynna lifir afríska mörgæsin undan ...

Nánar

Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:risadoðra (Ardeotis kori) trölldoðra (Otis tarda)hnúðsvanur (Cygnus olor) Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þ...

Nánar

Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig er best hægt að búa til lítið líkan af virkri vatnsvirkjun? Við krakkarnir í 9-HL erum að gera bekkjarverkefni og þurfum að búa til virka vatnsvirkjun. En það er auðveldara sagt en gert. Við erum komin með grundvallaratriðin en við erum ekki alveg viss hvernig nák...

Nánar

Hvers konar prímatar eru rhesusapar?

Rhesusapar (Macaca mulatta) eru 47 til 64 sentímetrar á lengd og vega frá 4,5 til 11 kíló. Karldýrin eru þó mun stærri. Rhesusapar greinast í þrjár deilitegundir og finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru með brúnan feld og rauðleitan afturenda. Fullorðin dýr eru með rauðleitt nakið andlit. ...

Nánar

Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður? Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast...

Nánar

Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?

Hraungúll (e. lava dome) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás á hallalitlu landi eða inni í vel afmarkaðri gígskál. Ef hallinn er nægilegur til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga, myndast hins vegar stokkahraun. Stundum storknar hraunkvikan í gosopin...

Nánar

Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?

Af spurningunni er ekki ljóst hvort átt er við stefnu "norðuljósageislanna", það er að segja lóðrétta stefnu, eða stefnu norðurljósaslæðunnar í heild sinni og verður því báðum spurningunum svarað. Eins og flestir hafa séð mynda norðurljósin stundum eins konar tjöld á himninum sem bærast til og frá. Þetta á þó ...

Nánar

Af hverju er sagt að kettir hafi mörg líf?

Hér er um forna goðsögn að ræða, svo gamla að menn greinir á um ástæðuna fyrir henni. Sagt er að kettir eigi níu líf en hver er hugsanleg skýring á þeirri hugmynd? Til forna var það talið heillamerki að eiga kött og ákveðin vernd fólst í því að hafa hann inni á heimilinu. Í Egyptalandi til forna var það talinn ...

Nánar

Hvað eru glitský?

Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...

Nánar

Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil?

Nýlegar rannsókinir (Science 2008) benda til þess að Miklagljúfur (Grand Canyon) í Bandaríkjunum hafi myndast á undangengnum 17 milljón árum við landris og rof Colorado-árinnar. Þær niðurstöður byggjast á aldursgreiningum kalkspats í hellum á mismundandi dýpi í gljúfrinu, en kalkspatið kristallaðist þegar árvatnið...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?

Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata) er fremur lítill hattsveppur með mjóan og langan staf. Hann verður nokkrir sentimetrar á hæð. Trjónupeðla er ljósbrún að lit og vex í graslendi. Hún finnst í norðanverðri Evrópu og allt austur til fyrrum ríkja Sovétríkjanna auk þess sem hún vex í einhverjum mæli í Rúmeníu og ...

Nánar

Fleiri niðurstöður