Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 949 svör fundust

Hvað er sólin heit?

Vegna þess að sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika, er hún ekki öll jafnheit. Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus. Yfirborðshiti sólar, það er hitinn á því lagi sem við sjáum, er mun lægri eða um 5500°C. ...

Nánar

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

Nánar

Hvað er fullnæging?

Langoftast þegar verið er að fjalla um kynferðislega fullnægingu er átt við lífeðlisfræðilega svörun líkamans við kynferðislegu áreiti. William Masters og Virginia Johnson voru frumkvöðlar í rannsóknum á sviði kynlífs. Árið 1966 greindu þau frá niðurstöðum sínum sem fjölluðu meðal annars um svörun líkamans við kyn...

Nánar

Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?

Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...

Nánar

Hvað segir fyrsta lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað verður um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Fyrsta lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu ...

Nánar

Hver er ég?

Við þessari spurningu er til einfalt svar: Þú ert þú. En þó svo að svarið sé vissulega rétt og enginn geti með góðu móti efast um sannleiksgildi þess, þá er ekki þar með sagt að það sé fullnægjandi. Við erum nefnilega litlu nær. Svipuðu máli gegnir um spurninguna: Hvað er til? Henni má svara: Allt er til. Þett...

Nánar

Hvað eru þrávirk lífræn efni og hvernig berast þau í dýr?

Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir hóp efnasambanda sem eru mjög stöðug bæði í náttúrunni og í lífverum ef þau berast í þær. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Þessi þrávirku efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum enda er helmingunar...

Nánar

Hvenær var minkur fluttur til Íslands?

Á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var Norður-Ameríka vagga loðdýraeldis. Upp úr 1870 fóru menn þar að fanga ýmsar villtar dýrategundir og flytja þær inn á sérstök loðdýrabú til ræktunar. Hvatinn að þessum eldistilraunum var hátt skinnaverð og mikil eftirspurn eftir grávöru auk þess sem ýmsir villt...

Nánar

Hvert var fyrsta spendýrið?

Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...

Nánar

Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu?

Hugtökin verund (e. being) og neind (e. nothingness) eru ein og sér svo almenns eðlis að þau koma fyrir með einum og öðrum hætti í vel flestum verkum heimspekisögunnar. Þá tengjast þessi andstæðu hugtök öðrum aldagömlum hugtökum eins og sýnd/reynd, satt/ósatt og rétt/rangt. Nú orðið er talað um sérstaka grein heim...

Nánar

Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...

Nánar

Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?

Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...

Nánar

Hvernig skynjum við með húðinni?

Spyrjandi bætir við: Í hverju felst sálfræði húðskynjunar og eru einhverjir sérfræðingar hérna á Íslandi í þessari grein? Hvernig skilgreinir maður húðskynjun yfir höfuð? Flestum finnst húðskynjun vera það sjálfsögð að við veltum því ekki fyrir okkur hvernig lífið væri án hennar. Hvernig þætti okkur til dæmis ef...

Nánar

Hvað er sjónblekking?

Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...

Nánar

Fleiri niðurstöður