Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 315 svör fundust

Af hverju fá kýr júgurbólgu?

Júgurbólga er einfaldlega bakteríusýking í spenum/mjólkurkirtlum spendýra. Hjá kúm eru það bakteríur úr umhverfi þeirra eða frá öðrum kúm sem berast á júgrið og þaðan inn um spenaopið. Eftir því sem fleiri kýr í fjósinu eru með júgurbólgusmit og hreinlæti er lakara, þeim mun meiri hætta er á að heilbrigðar kýr smi...

Nánar

Hvað er sortuæxli og hvað gerir það?

Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Þess vegna er fólki ráðlagt að hafa auga með slíkum blettum og leita læknis ef breyting verður á fæðingarbletti. Örsjaldan geta þessi æxli einnig vaxið út ...

Nánar

Hvað eru frauðvörtur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...

Nánar

Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það?

Heilaköngull er oft sagður minnsta líffæri mannsins. Hann er fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Heilaköngull kallast svo því hann líkist furuköngli í laginu og er hann aðeins um 8-10 mm að lengd. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyta hormóninu melatóníni en það hefur áhrif á svokallaðan l...

Nánar

Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?

Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út á yfirborð húðarinnar. Hann inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni, til dæmis þvagefni. Styrkur uppleystra efna í svita er ekki nema einn áttundi af styrk þeirra í sama magni af þvagi sem er helsta leið líkamans til að losna við úrgangsefni sem myndast við efnas...

Nánar

Hvert er loðnasta dýr í heimi?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvað átt er við með loðinn, því hugtakið getur hvort tveggja vísað til lengdar hára og þéttleika þeirra. Í þessu svari er gengið út frá að verið sé að spyrja um hvaða dýr hefur þéttasta feldinn, það er að segja flest hár á hverja flatarmálseiningu. Samkv...

Nánar

Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit?

Í svarinu er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Af hverju erum við ekki með eins lituð augu? Af hverju erum við með lit á augunum? Lithimna kallast vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið og liggur framan við augasteininn. Augnlitur fólks ræðst af lit lithimnunar. Samdráttur í vöðvum h...

Nánar

Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?

Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...

Nánar

Hvers vegna fær maður æðaslit?

Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að ...

Nánar

Hver er eðlilegur líkamshiti manns?

Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...

Nánar

Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?

Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr? Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afb...

Nánar

Hvaðan kemur íslenska og forn-norska orðið 'geirvarta'?

Orðið geirvarta er samsett úr orðunum geir og varta og þekktist þegar í fornu máli bæði um mjólkurvörtu á konubrjósti og brjóstvörtu á karlmanni. Geir merkti í fornu máli ‘spjót’, en hafði einnig merkinguna ‘smáoddi, smátota’. Varta er notað um hornkennda bólu á húð manna og hefur brjóstvartan þótt minna á slíka b...

Nánar

Fleiri niðurstöður