Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 315 svör fundust

Eru salamöndrur eðlur?

Salamöndrur eru ekki eðlur heldur hópur innan ættar froskdýra. Salamöndrur eru hryggdýr eins og fuglar og spendýr, en hryggdýrum er skipt upp í fimm flokka: fiska, spendýr, fugla, skriðdýr og að lokum froskdýr. Eðlur tilheyra flokki skriðdýra ásamt skjaldbökum og slöngum. Froskdýrum er skipt upp í þrjá flokka, ...

Nánar

Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?

Eitt helsta einkennið sem skilur að spendýr og önnur hryggdýr er sá hæfileiki að geta alið ungviði sitt á næringarríkri mjólk sem framleidd er í spenum (e. mammary glands). Það er hins vegar afar erfitt að svara nákvæmlega spurningunni um hvernig spenarnir komu til í þróun þessa hóps dýra. Ýmsar kenningar haf...

Nánar

Hvað er áfengi lengi að fara úr líkamanum?

Þegar áfengis er neytt er um 20% alkóhólsins tekið upp í gegnum magavegginn og þaðan berst það hratt um allan líkamann með blóðrásinni. Þau 80% sem eftir standa eru hins vegar tekin upp í smáþörmunum og berast þaðan með portæðinni til lifrarinnar, en þar er alkóhólinu brennt. Aðeins lítill hluti alkóhólsins fe...

Nánar

Er mikið C-vítamín í papriku?

Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri. Aðrir góðir C-vítamíngjafar er...

Nánar

Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?

Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...

Nánar

Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?

Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum. Andhis...

Nánar

Hvað er kawasaki-sjúkdómur?

Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...

Nánar

Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...

Nánar

Er hægt að eyða líkamshárum varanlega?

Eins og fram kemur í pistli Hrannar Guðmundsdóttur, hjúkrunarstjóra Laser-lækninga ehf., á doktor.is og í svörum um háreyðingu á sama vef er mögulegt að eyða líkamshárum varanlega með leysitækni. Meðferðin byggist á því að laska hársekkina með því að beina að þeim nógu háum hita í formi ljósgeisla og koma þa...

Nánar

Hvað eru skriðdýr?

Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðd...

Nánar

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?

Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...

Nánar

Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?

Húðlitur á fólki er mismunandi. Við höfum oft tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli ákveðinna staðalmynda og tölum þá um að sumir hafi ljósan húðlit, aðrir dökkan og enn aðrir gulan. Reyndin er hins vegar sú að ekki er til ein gerð af þeim ljósa, önnur af þeim dökka og sú þrið...

Nánar

Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?

Heitið mörgæs er væntanlega tilkomið vegna líkamsgerðar dýranna. Elsta þekkta dæmið um heitið mörgæs á þessu einkennisdýri Suðurskautslandsins er að finna í tímaritinu Fjölni frá 1847. Nafnið er sennilega séríslenskt. Eins og lesendur Vísindavefsins vita þá eru mörgæsir búlduleitir og ófleygir fuglar, enda hold...

Nánar

Hvers vegna leita ánamaðkar út á gangstéttir og götur í rigningu?

Ánamaðkar nota hvorki lungu eða tálkn til þess að ná í súrefni heldur anda gegnum húðina. Það hefur hins vegar ýmis vandkvæði í för með sér. Þegar rignir mikið eins og á vorin, er erfitt fyrir ánamaðka að ná í súrefni í moldinni því að hún verður gegnsósa af vatni og súrefnið í henni verður bæði minna og óaðgengil...

Nánar

Fleiri niðurstöður