Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 76 svör fundust

Á hverju nærast sveppir?

Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...

Nánar

Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?

Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...

Nánar

Af hverju kúkar fólk?

Fólk kúkar eða hefur hægðir vegna þess að líkaminn getur ekki nýtt öll efnin sem eru í fæðunni og verður því að losa sig við þau. Því má líta á þetta sem lokastig meltingar. Þegar fæðumauk hefur verið í ristlinum í þrjá til tíu klukkutíma er það orðið að föstu eða hálfföstu efni vegna upptöku vatns úr maukinu. ...

Nánar

Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...

Nánar

Hvað gerir skeifugörnin í okkur?

Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill. Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn ...

Nánar

Hvernig fjölga fuglar sér?

Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast ...

Nánar

Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?

Við höfum áður svarað þeirri spurningu hvort það geti rignt fiskum. Svarið við þeirri spurningu er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í svari við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir þetta:Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og br...

Nánar

Af hverju kemur blóð þegar við dettum?

Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...

Nánar

Af hverju heyrist garnagaul?

Stuttlega er fjallað um garnagaul í svari Jónasar Magnússonar við spurningunni Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt? Þar kemur fram að þegar garnirnar dragast saman, hreyfist loft sem er í þeim til og við það getur framkallast hljóð sem við köllum garnagaul. Á ens...

Nánar

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...

Nánar

Hvað geta krókódílar orðið stórir og hvernig æxlast þeir?

Stærsta núlifandi tegund krókódíla í heiminum er saltvatnskrókódíllinn, Crocodylus porosus, sem lifir meðfram suðausturströnd Asíu. Stærstu einstaklingar þessarar tegundar geta náð um 7 metra lengd og vegið vel yfir 1000 kg. Litlu minni er Nílarkrókódíllinn, Crocodylus niloticus, og ameríski krókódíllinn, Cr...

Nánar

Eru geitur með þrjá maga?

Geitur eru með svokallaðan fjögurra hólfa maga líkt og kýr og önnur jórturdýr. Hólfin nefnast vömb, keppur, laki og vinstur (kvk.) og er vömbin langstærst að rúmmáli, um 80% af heildarrúmmáli magans. Vömbin verkar sem eins konar gerjunartankur. Fæðan fer nánast ótuggin þangað niður og gerjast í svolítinn tíma ...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um smáþarmana?

Melting er flókið fyrirbæri þar sem fæðan er brotin niður í nýtanlegt form. Niðurbrot fæðunnar hefst í munni, þaðan fer fæðan niður um vélindað í magann þar sem hún er hnoðuð og brotin enn frekar niður. Smáþarmarnir taka svo við fæðumaukinu frá maganum og taka upp þau næringarefni sem við fáum úr matnum þegar mel...

Nánar

Fleiri niðurstöður