Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 29 svör fundust

Hver er mismunur á launum kynjanna?

Kannanir á kynbundnum launamun hérlendis á undanförnum árum sýna mismunandi niðurstöður þótt í þeim öllum komi fram að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar. Í könnunum af þessu tagi er annars vegar talað um óleiðréttan launamun (e. unadjusted wage gap) og hins vegar leiðréttan launamun (e. adjusted wage gap)...

Nánar

Af hverju eru vísindamenn og læknar oft í hvítum sloppum?

Nákvæmlega hvenær og hvernig sú hefð komst á að vísindamenn, og þá sérstaklega þeir sem vinna á tilraunastofum, klæðist hvítum sloppum er ekki fullljóst en vissulega hefur slíkur klæðnaður ýmsa kosti. Hann ver annan fatnað fyrir efnum og óhreinindum og hann er eins konar einkennisbúningur eða stöðutákn sem aðgrei...

Nánar

Hvað reykja margir á Íslandi?

Um langt skeið hafa verið framkvæmdar kannanir til þess að fylgjast með reykingum Íslendinga, og hafa þær verið þrjár til fjórar á ári. Fyrst var það Tóbaksvarnarráð sem stóð fyrir þessum könnunum, þá Lýðheilsustöð og nú Embætti landlæknis. Í könnununum er spurt hversu margir reykja daglega, hversu margir reykja s...

Nánar

Af hverju eru sumir örvhentir?

Kannanir virðast benda til þess að hlutfall örvhentra sé um 10%. Erfðir hafa áhrif á það hvort við verðum rétthent eða örvhent. Ef báðir foreldar eru örvhentir eru rúmlega 25% líkur á að barn þeirra verði örvhent en aðeins 9,5% ef foreldrarnir eru báðir rétthentir. Ekki er vitað hvaða gen veldur því að fólk ver...

Nánar

Geta Íslendingar verið stoltir af einhverju?

Við Íslendingar getum verið stoltir af ýmsu. Fyrst má að sjálfsögðu nefna bókmenntirnar. Við erum ein af fáum þjóðum í heiminum sem geta lesið sínar eigin fornbækur, svo sem Íslendingasögurnar. Svo eru það söfnin en þar eigum við mikið af forngripum og fornhandritum. Dæmi um slík söfn eru Þjóðmenningarhúsið, Árnas...

Nánar

Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?

Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt? Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis ...

Nánar

Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kindakjöt verið könnuð?

Svarið er já, slíkar kannanir hafa verið gerðar. Niðurstöður þeirra benda ekki til þess að neysla riðusýkts kindakjöts valdi heilasjúkdómnum sem átt er við hjá mönnum. Hér mun vera átt við hugsanleg tengsl smitandi heilasjúkdóms hjá mönnum, sem kenndur er við Þjóðverjana Creutzfeldt og Jakob, við neyslu rið...

Nánar

Eru álfar til?

Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta ...

Nánar

Hvers vegna á að lengja skólaárið?

Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að ger...

Nánar

Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] er (og hefur lengi verið) stór munur milli trúar karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Það sama gildir um reynslu, þar sem konur virðas...

Nánar

Hvaða tegund smáfugla er algengust í garðinum mínum á veturna?

Félagsmenn Fuglaverndar telja fugla á nokkrum þéttbýlisstöðum tvisvar á ári, auk þess sem einstaklingar eru hvattir til að fylgjast með fuglalífinu í garðinum hjá sér í hverri viku yfir vetrartímann og senda félaginu niðurstöður. Þetta hefur verið gert á hverju ári síðan veturinn 1994/95. Tilgangurinn er að fá upp...

Nánar

Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?

Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geol...

Nánar

Hver er siðferðisgrundvöllur ríkisrekinna fjölmiðla og skylduáskriftar?

Engin algild rök mæla með skylduáskrift að fjölmiðlum, heldur verður að leita sögulegra skýringa til að átta sig á því að hún tíðkast hjá allmörgum þjóðum í okkar heimshluta. Í svarinu eru rakin helstu rök þeirra sem takast á um þessi mál og í lokin er farið yfir líklegustu kosti í þróuninni á næstu árum. Reyndar...

Nánar

Fleiri niðurstöður