Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 156 svör fundust

Hvaða munur er á ómega-3 og ómega-6 fitusýrum?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ómega-3 og ómega-6 fitusýrur undanfarið. Stundum hefur þessi umfjöllun verið nokkuð misvísandi. Skilaboðin hafa gjarnan verið á þá leið að ómega-3 fitusýrur séu hollar og ómega-6 fitusýrur óhollar. Svo einfalt er þetta þó alls ekki. Báðar þessar fitusýrur eru líkamanum nauðsynleg...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?

Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...

Nánar

Hvernig verður maður örverufræðingur?

Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...

Nánar

Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað heita sex nýjustu frumefnin í lotukerfinu, bæði á íslensku og ensku (113, 114, 115, 116, 117 og 118)? Í dag eru frumefnin í lotukerfinu 118 talsins. Af þeim hafa frumefni með sætistölurnar 1-94 öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni 95-118 hafa hins...

Nánar

Af hverju er sólin til?

Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsi...

Nánar

Hvernig myndast aska?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvað er gosaska? kemur fram að gosaska sé fínkornótt mylsna. Enn fremur segir: Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tap...

Nánar

Hver fann upp sápuna?

Það veit enginn nákvæmlega hver fann upp sápuna en samkvæmt heimildum á vefsetrinu Encyclopædia Britannica hefur sápa verið notuð í að minnsta kosti 2300 ár. Samkvæmt alfræðingnum Plíníusi eldra bjuggu Fönikíumenn til sápu úr geitartólgum og viðarösku um 600 fyrir Krist. Á miðöldum fór sápugerð aðallega fram í...

Nánar

Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?

Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar ve...

Nánar

Hvað á Curiosity að rannsaka á Mars og hvernig fer hann að því?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Curiosity er fyrst og fremst ætlað að finna út hve lífvænleg Mars var í fyrndinni eða er hugsanlega í dag. Til þ...

Nánar

Hvernig verða frumeindir til?

Hér er steypt saman í eitt svar svörum við mörgum tengdum spurningum. Í upphafi skal nefnt að höfundur treystir sér ekki til að svara því af hverju frumeindir, eða atóm, eru til en rakið verður hvernig þær verða til. Það varpar ef til vill einhverju ljósi á tilvistarspurninguna. Frumeindir hafa orðið til með tv...

Nánar

Hvaða máli skiptir votlendi?

Votlendi sem er stærra en tveir hektarar hefur notið sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd frá árinu 2013.[1] Samkvæmt lögunum er óheimilt að raska því nema brýna nauðsyn beri til. En hvers vegna nýtur votlendi þessarar sérstöku verndar, hvað er svona sérstakt við það? Votlendi er mikilvægt búsvæði ...

Nánar

Hvaðan koma atómin þegar lífrænar frumur skipta sér?

Þegar frumur skipta sér breytist fjöldi atóma ekki endilega, heldur skiptast þau milli nýju frumnanna tveggja. Hins vegar eru lifandi frumur sífellt að skiptast á efnum (atómum) og orku við umhverfi sitt. Þegar fruma vex og þyngist hefur hún einfaldlega tekið til sín meira efni úr umhverfinu en hún skilar aftur ti...

Nánar

Hvað eru mörg efni í líkamanum (ég vil fá nákvæma tölu)?

Samkvæmt svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hver eru helstu frumefni líkamans? eru 26 frumefni í líkama okkar. Fjögur þeirra, súrefni, kolefni, vetni og nitur eru langalgengust því samtals eru þau um 96% af líkamsmassa okkar. Önnur níu eru samtals 3,9% af líkamsmassanum. Það eru kalk, fosfór, kal...

Nánar

Geta lífverur lifað á öðrum plánetum án vatns?

Lífið eins og við þekkjum það hér á jörðinni þarfnast vatns. Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og vatnið er virkur þátttakandi í allri lífsstarfsemi frumna. Það er því útilokað að hugsa sér líf af þeirri gerð sem við þekkjum það án vatns. Vísindamenn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort líf hafi einhvers st...

Nánar

Fleiri niðurstöður