Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 80 svör fundust

Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?

Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn til...

Nánar

Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

Nánar

Hver er ævisaga Bobs Marleys?

Bob Marley eða Robert Nesta Marley eins og hann hét fullu nafni, fæddist 6. febrúar 1945 á eyjunni Jamaíku í Karabíska hafinu. Þekktastur er hann fyrir framlag sitt til reggítónlistar, en hann gerði lög eins og 'No woman no cry' og 'I shot the sheriff' ódauðleg. Faðir Marleys var hvítur plantekrustjóri að nafni...

Nánar

Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?

Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...

Nánar

Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?

Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...

Nánar

Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?

Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...

Nánar

Hvaða lagaheimild mælir fyrir að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum?

Sú regla að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum kemur hvergi fram í settu lagaákvæði. Regluna má leiða af þeirri viðurkenndu stjórnskipunarvenju að dómstólar skeri úr um hvort lög standist stjórnarskrá. Styðst þessi regla við mörg fordæmi dómstóla. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum dæmt lög andstæð stjórnarskrá, fyr...

Nánar

Geta kjósendur gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli?

Í 48. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum. Af þeim sökum getur hvorki ríkisstjórn né aðrir handhafar framkvæmdarvalds gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli um hvernig þeir skuli haga störfum sínum. Þingmenn er...

Nánar

Hversu oft er kosið um forseta?

Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...

Nánar

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

Nánar

Hversu erfitt þarf að vera að breyta stjórnarskrám?

Segja má að meginhlutverk stjórnarskrár í lýðræðisríkjum sé af tvennum toga. Annarsvegar að stjórnarskráin sé traustur og öruggur rammi utan um stjórnskipulag, stjórnmál og löggjöf og hinsvegar að tryggja grundvallarréttindi sem talin eru undirstaða borgaralegs lýðræðissamfélags og þrískiptingar ríkisvaldsins. Stj...

Nánar

Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?

Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg...

Nánar

Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?

Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...

Nánar

Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?

Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...

Nánar

Fleiri niðurstöður