Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 113 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?

Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.) Núverandi heimkynni asíska fíl...

Nánar

Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga?

Upprunalegu spurningarnar hljómuðu svona: Eru til skýringar á uppruna örnefnisins „Geldingadalur“ á Reykjanesskaga? Nafnið á nýja gossvæðinu er sagt Geldingadalur stundum í fjölmiðlum. Örnefnasjá Landmælinga gefur hins vegar bara upp fleirtöluna, Geldingadalir. Á að nota það eða má nota bæði? Þann 19. mars ...

Nánar

Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?

Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um ljón?

Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurn...

Nánar

Hvað er gílaeðla?

Gílaeðlan (Heloderma suspectum), oft kölluð gílaófreskja (e. Gila monster), er mjög sérstök eðla. Hún er önnur af aðeins tveimur núlifandi tegundum eitraðra eðla og sú eina sem finnst í Norður-Ameríku, en þær voru algengar fyrir um 35 milljónum ára. Gílaeðlan dregur nafn sitt af fljóti, Gila, sem rennur í Suðvestu...

Nánar

Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?

Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættunum (lat. Familia) Suidae og Tayassuidae. Innan þessara tveggja ætta eru 20 tegundir. Svín eru meðalstór klaufdýr (Artiodactyla). Þau eru hausstór, hafa stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau...

Nánar

Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?

Kómódódrekinn eða eyjafrýna (Varanus komodoensis, e. Komodo dragon) er kenndur við eyjuna Kómódó undan ströndum Súmötru í Indónesíu, en þar og á nokkrum nágrannaeyjum meðal annars Rinca, Padar, Flores, Gili Motang og Owadi Sami, á hann heimkynni sín. Drekinn gengur undir mörgum heitum meðal eyjaskeggja til að myn...

Nánar

Hafa flóknari heilkjarna lífverur fleiri litninga en þær einfaldari?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fer það eftir því hversu flókin heilkjarna lífvera er hversu marga litninga hún hefur í hverri frumu? Litningar bera erfðaefni lífvera. Fjöldi þeirra er mismunandi milli lífvera og gerðirnar einnig. Mestur munur er á byggingu litninga baktería, sem eru einnig kallaðar ...

Nánar

Eru leðurblökur á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um eldflugur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um eldflugur, hvaðan koma þær, hvers vegna lýsa þær í myrkri og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni?Eldflugur eru ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt „fireflies“ eða „lightning bug.“ Rúmlega 1100 ...

Nánar

Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk?

Út frá líffræðilegu sjónarmiði er megin tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmi þó þróun brjósta geti átt sér fleiri skýringar eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Orðið kynfæri er aftur á móti samheiti fyrir æxlunarfæri eða getnaðarfæri samkvæmt Íslenskri orðabók (2002). Brjóst eru því ekki hluti...

Nánar

Hvar og hvernig voru grísku guðirnir dýrkaðir til forna?

Spurninguna um hvar grísku guðirnir voru dýrkaðir má skilja á ýmsa vegu. Eitt svarið er að grísku guðirnir voru dýrkaðir í Grikklandi hinu forna. Það liggur eflaust í augum uppi en þó má segja að þeir hafi líka verið dýrkaðir utan Grikklands. Í fyrsta lagi kom fyrir að aðrar þjóðir tækju upp dýrkun grísku guðanna....

Nánar

Fleiri niðurstöður