Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2589 svör fundust

Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?

Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í l...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?

Árni Kristjánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman. Til þess hefur hann notað svartíma- og nákvæmnimælingar, rannsóknir á augnhreyfingum með háhraðaaugnhreyfingamælingum, taugasálfræðilega...

Nánar

Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?

Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þes...

Nánar

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...

Nánar

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

Nánar

Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...

Nánar

Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?

Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...

Nánar

Eru hár katta og hunda gerð úr sömu efnum og hár manna?

Í grundvallaratriðum eru hin ýmsu tilbrigði hára sem vaxa á mönnum og hár (feldhár) katta og hunda úr sömu byggingarefnunum. Þau eru gerð úr prótínum sem nefnast keratín en það er nokkurs konar útvöxtur úr hársekkjum frumna í skinni spendýra. Mannshár stækkað tvö hundruð sinnum. Það er því enginn efnafræðile...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?

Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...

Nánar

Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?

Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...

Nánar

Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?

Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...

Nánar

Fleiri niðurstöður