Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1633 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um Himalajafjöll?

Himalajafjöll eru fjallgarður í Asíu sem liggur í austur-vestur stefnu og aðskilur Indlandsskaga frá tíbetsku-hásléttunni. Fjallgarðurinn nær yfir sex þjóðríki; Bútan, Kína, Indland, Nepal, Pakistan og Afganistan. Orðið 'himalaja' kemur úr sanskrít og þýðir 'hima' snjór og 'ālaya' híbýli. Hluti Himalajaf...

Nánar

Hvað éta býflugur?

Helsta fæða býflugna er hunang og frjókorn sem þær fá úr blómplöntum. Ef skortur er á slíkri fæðu leita þær í næringarríkan vökva úr ýmsum ávöxtum og jafnvel hungangslögg sem ýmsar tegundir skordýra seyta. Býflugur (Apis mellifera) nærast fyrst og fremst á blómplöntum. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:Er hun...

Nánar

Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?

Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, það er ís myndast beint úr vatnsgufu. Yfirborðshrím getur myndast á til dæmis snjóþekju, ís, grasi, trjágreinum og bílum. Skilyrði fyrir ísmynduninni er að loftið sé rakt og að yfirborðshitinn sé lægri en daggarmark loftsi...

Nánar

Hvað er Reykjavík margir metrar?

Venjulega er talað um stærð eða flatarmál sveitarfélaga í ferkílómetrum (km2) en ekki metrum. Upplýsingar um stærð sveitarfélaga er meðal annars að finna í Árbók sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Þar kemur fram að Reykjavík nær yfir 273 km2 svæði en það er ekki nema 0,27% af flatarmáli...

Nánar

Er ólöglegt að afrita tónlist ef flytjendur njóta höfundaréttar?

Um höfundarétt gilda höfundalög nr. 73/1972. Í 1. mgr. 11. gr. þeirra laga segir:Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu.Lögin heimila því afritun tónlistar sé hún gerð til einkanota viðkomandi. Skilyrðið um einkanot útiloka not í atvinnurekstri og á fyrst og fremst við um bein persónuleg ...

Nánar

Hvað eru herkjur og er þetta fleirtöluorð?

Kvenkynsorðið herkja merkir í eintölu ‘harka’. Það er oftast notað í fleirtölu herkjur og merkir orðið þá ‘hörkubrögð, erfiðismunir’. Hann hafði háan hita og komst með herkjum fram úr rúminu. Hann gat með herkjum lyft höfði frá kodda. Í báðum dæmunum er átt við að sá sem talað er um hafi getað gert eitthvað með er...

Nánar

Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?

Kevlar er vöruheiti efnafyrirtækisins DuPont á mjög sterku plastefni úr tiltekinni fjölliðu, nánar tiltekið para-aramíðfjölliðu. Sama fjölliða er framleidd af öðrum fyrirtækum og seld meðal annars undir vöruheitinu Twaron. Aramíð er stytting á efnaheitinu arómatísk fjölamíð, en þau eru sett saman úr einingunum ...

Nánar

Er af hverju skrifað í einu eða tveimur orðum?

Af hverju er ritað í tveimur orðum. Fyrra orðið er forsetningin af sem stýrir falli spurnarfornafnsins hver. Fallið er þágufall og kynið hvorugkyn. Hugsa má sér að sambandið sé liðfellt, það er að á eftir fornafninu hafi farið nafnorð í hvorugkyni, til dæmis: „Af hverju tilefni er þessi fundur? sem verður við liðf...

Nánar

Geta silfurskottur sogið blóð úr mönnum?

Nei, silfurskottur eru ekki blóðsugur og engar heimildir eru um slíkt. Fæða þeirra einskorðast við agnir af lífrænum toga sem þær finna á gólfum. Silfurskottur eiga það einnig til að valda skaða á bókalími bóka sem þær komast í og einnig á matvælum. Silfurskottur valda kannski ekki neinni sérstakri gleði þegar þ...

Nánar

Hvar eru botndýr rannsökuð á Íslandi?

Botndýr eru rannsökuð á nokkrum rannsóknastofnunum á Íslandi. Helst má nefna Hafrannsóknastofnun en einnig fara fram rannsóknir við Háskóla Íslands. Leturhumar (Nephrops norvegicus) er dæmigert botndýr á mjúkum botni. Hann grefur sér djúp göng um botninn og dvelst í þeim langar stundir. Viðamesta vísindaver...

Nánar

Hvaðan kemur orðið vindur?

Orðið vindur er sameiginlegt germönskum málum og flestum öðrum indóevrópskum málum. Sem dæmi má nefna í norrænum málum færeysku vindur, nýnorsku, sænsku og dönsku vind. Af öðrum germönskum málum má nefna fornensku, fornsaxnesku, ensku wind og þýsku Wind, fornháþýsku wint og gotnesku winds ‘blástur, stormur,…’. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður