Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1490 svör fundust

Hvernig var lífið í gamla daga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvernig var lífið hjá sveitafólki og þrælum á Íslandi í gamla daga? Einfalda svarið er auðvitað: ömurlegt. Í húsum var í besta lagi hálfdimmt – ekkert rafmagn – og oft kalt – engin hitaveita. Hvorki voru vatnssalerni né böð í húsum fólks og koppar undir rúmum svo að stundum h...

Nánar

Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?

Spurningin öll hljóðaði svona: Er til íslensk hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri? Sennilega hefur fátt jafn mikil áhrif á líf manneskjunnar og hversdagsleika hennar en veður og loftslag. Má þar nefna búsetu fólks, aðbúnað, lundarfar og menningu. Allt þetta má síðan draga saman og skoða betur í þv...

Nánar

Hvenær var farið að nota reiðhjól á Íslandi?

Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. Ein kona...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Þorgeirsdóttir stundað?

Sigríður Þorgeirsdóttir er fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við Háskóla Íslands. Heimspeki hennar hefur á margan hátt endurspeglað þessa staðreynd, en Sigríður hefur ötullega unnið að framgangi femínískrar heimspeki sem að hennar dómi er eitt helsta endurnýjunarafl heimspekinnar í samtímanum. ...

Nánar

Hver var síðasta setning Fermats?

Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...

Nánar

Af hverju er talað um græna herbergið í Evróvisjón?

Löng hefð er fyrir því á Englandi og í sumum öðrum enskumælandi löndum að kalla rýmið sem leikarar sitja stundum í og spjalla saman áður en þeir fara inn á svið græna herbergið (e. green room). Á meginlandi Evrópu ganga sams konar herbergi yfirleitt undir öðrum nöfnum. Í Frakklandi kallast þau foyer des artistes, ...

Nánar

Hvað er sinfónía?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er sinfónía og er til eitthvað íslenskt orð yfir sinfóníur? Orðið sinfónía getur haft ýmsar merkingar. Það er dregið af gríska orðinu σύμφωνος (symphōnos) sem merkir samhljómur, það sem hljómar vel saman. Orðið symphoni...

Nánar

Hvert berst gosaska?

Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...

Nánar

Geta fjöll verið ljót?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Já, fjöll geta verið ljót. Gömul kona sem flutti frá Akureyri suður á Selfoss sagðist oft sakna fallegu fjallanna við Eyjafjörð og gaf lítið fyrir Ingólfsfjall, sem Selfyssingar töluðu svo gjarnan um. Henni fannst Ingólfsfjall vera ljótt. Eftir að hafa búið syðra í nokkur ár...

Nánar

Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?

Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...

Nánar

Hver er lengsti tími sem stríð hefur tekið?

Áður en hægt er að ákvarða hvert sé lengsta stríð sem háð hefur verið verðum við að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu stríð. Það má skilgreina stríð sem átök tveggja eða fleiri hópa um skemmri eða lengri tíma. Bein hernaðarleg átök geta hins vegar legið niðri um skamman tíma þótt stríðsaðilarnir hafi ekki g...

Nánar

Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?

Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...

Nánar

Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Í seinni tíð hefur maðurinn að vísu átt stærstan hlut í þeim breytingum sem orðið hafa, en á móti kemur að náttúran hefur haft miklu lengri tíma til sinna verka – og svo mun væntanlega verða í framtíðinni. Við mótun landsins takast ...

Nánar

Fleiri niðurstöður