Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 571 svör fundust

Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?

Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma)...

Nánar

Í hvaða bergtegundum finnst gull?

Eins og önnur efni jarðskorpunnar er gull upphaflega komið með bergbráð úr jarðmöttlinum. Í skorpunni hefur það svo safnast aðallega í kísilríkt (súrt) storkuberg, einkum granít. Þó finnst það einnig í basísku bergi; til dæmis eru uppi áætlanir um að nema gull úr stórum gabbró-hleif á Austur-Grænlandi (Skærgård) þ...

Nánar

Hvers vegna verður maður skjálfhentur?

Handskjálfti (e. hand tremor) getur haft margar mismunandi orsakir. Fólk á öllum aldri verður skjálfhent en vandinn hrjáir helst miðaldra og eldra fólk. Það stafar meðal annars af því að tíðni ýmissa sjúkdóma sem valda skjálfta eykst með aldri. Meðal mögulegra orsaka eru Eðlislægur skjálfti. Sterkar tilfinn...

Nánar

Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?

Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...

Nánar

Hvað er kólesteról og hvað telst hæfilegt magn þess í blóði?

Kólesteról er fituefni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir til dæmis sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsókni...

Nánar

Hvað eru til margar lofttegundir?

Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri. Frumefni geta verið í þrenns konar ham:storkuham / fast form (e. solid)vökvaham (e. liquid)gasham (e. gas)Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk ...

Nánar

Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?

Skegg vex, eins og allir vita, yfirleitt einungis á karlmönnum en ekki konum. Ástæða þess er að skeggvöxtur verður fyrir tilstilli karlhormóna, sem konur hafa yfirleitt einungis í mjög litlum mæli. Við kynþroska pilta hækkar magn karlhormóna í líkama þeirra sem aftur veldur því að þeim fer að lokum að vaxa ske...

Nánar

Er suðusúkkulaði fitandi?

Mörgum þykir súkkulaði ómótstæðilegt og vita fátt betra en gæða sér á mola. Súkkulaði hefur líka ýmislegt sér til ágætis annað en gott bragð. Í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? kemur meðal annars fram að dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, magnesí...

Nánar

Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?

Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...

Nánar

Hvað er dýpsta vatn á Íslandi og hvað er það djúpt?

Fremst á myndinni er Víti, lítið stöðuvatn sem er alltaf heitt. Dýpsta stöðuvatn á Íslandi er Öskjuvatn. Öskjuvatn er 220 metra djúpt. Öskjuvatn er í Öskju í Dyngjufjöllum. Dyngjufjöll eru í Ódáðahrauni á hálendinu. [Athugasemd frá ritstjórn, 26.4.2011: Nú telst Jökulsárlón vera dýpsta vatn á Íslandi. Þet...

Nánar

Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?

Hárin á skíðum hnúfubaka og annarra skíðishvala gegna mikilvægu hlutverki í fæðunámi þeirra. Skíðin eru föst við efri kjálka dýranna og sú hlið skíðanna sem snýr inn að munnholi er alsett hárum. Hnúfubakurinn hefur 330 pör af skíðum. Þau eru um 60 cm á lengd og rúmir 30 cm á breidd þar sem þau eru breiðust. Hér s...

Nánar

Hvað eru margir lítrar af vatni í sjónum?

Allt vatn á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu hefur upprunalega borist þangað sem eldfjallagufur úr eldgosum. Um hringrás vatnsins má lesa nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kemur vatnið? Í svari við spurningunni Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum? eftir Ulriku Andersson er fj...

Nánar

Fleiri niðurstöður