Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2170 svör fundust

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

Nánar

Hvers konar menn voru flugumenn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður? Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfi...

Nánar

Hvernig má skilgreina nörd?

Enska orðið nerd hefur náð fótfestu í tungunni, fyrst sem ómenguð sletta, nörd en um nokkurt skeið hefur einnig borið á frekari aðlögun orðsins að tungunni og bæði nörður og njörður heyrast notuð í þess stað. Merkingin er upphaflega og yfirleitt niðrandi. Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhver...

Nánar

Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum?

Samkvæmt þjóðtrúnni tala kýr mannamál á þrettándanum. Þrettándinn er 6. janúar og er síðasti dagur jóla. Hann hét upphaflega opinberunarhátíð og hefur verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum, svo sem skírn Krists og Austurlandavitringunum. Um þjóðtrú tengda þrettándanum gildir flest hið sama og um nýársnótt...

Nánar

Hvað orsakar heilahimnubólgu?

Hér er einnig að finna svar við spuningunum: Getur heilahimnubólga komið aftur eftir að maður hefur fengið hana einu sinni?Ef heilahimnubólga er ekki smitandi, hvernig fær maður hana þá? Heilahimnubólga er eins og nafnið ber með sér bólga í himnum sem umlykja heilann. Orsakir bólgunnar geta verið margar en oftast...

Nánar

Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?

Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum. Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar...

Nánar

Af hverju segir maður að eitthvað sé gráupplagt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju segir maður að eitthvað sé gráupplagt? Hvaðan er það komið? Forliðurinn grá- er í orðum eins og gráupplagt notaður til áherslu í merkingunni ‘stór, mjög’. Nefna má fleiri dæmi eins og grálúsugur, það er allur í lús, gráungað egg, það er mjög ungað egg, grábölvaður...

Nánar

Hver var fyrsti forseti Íslands?

Fyrsti forseti lýðveldisins var Sveinn Björnsson (1881-1952), sem var kjörinn 17. júní 1944 og sat til dánardægurs 1952. Annar forseti Íslands var Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972) sem sat í 16 ár, frá 1952—1968. Sveinn Björnsson var fyrsti forseti lýðveldisins. Árið 1968 varð Kristján Eldjárn forseti (1917-...

Nánar

Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?

Kæfisvefn (e. sleep apnea) getur verið hættulegur og það er full ástæða til að leita til læknis. Kæfisvefn er til hjá börnum og fullorðnum en er langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Flestir þeirra sem þjást af kæfisvefni eru of feitir en það er þó ekki algilt. Kæfisvefn er eins og hrotur að því leyti að hann...

Nánar

Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?

Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?

Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að get...

Nánar

Fleiri niðurstöður