Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2169 svör fundust

Er Atkins-kúrinn hollur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig getur mataræði eins og Atkins-kúrinn, sem er algjör andstæða makróbíótískrar fæðu, verið hollt?Í fyrsta lagi er rétt að benda á það að alls ekki er svo komið að menn telji Atkins-kúrinn vera hollt mataræði. Sumir telja hins vegar að hann og aðrir kolvetnasnauðir megr...

Nánar

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...

Nánar

Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?

Það að piltar líti stundum stórt á sig og telji sig merkilegri en stúlkur má að miklu leyti skýra út frá hugmyndum um mótun og hegðun hópa. Hægt er að skilgreina hóp sem tvo eða fleiri einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt (til dæmis kyn) og eru þess vegna flokkaðir saman (Reber & Reber, 2001; Hogg & Vaughan...

Nánar

Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?

Flestir kannast við goðsögnina um að einhver hafi hreinlega lesið yfir sig og þjáist í kjölfarið af alvarlegum geðröskunum. Það er þó misskilningur að orsök geðveilunnar sé lærdómurinn sjálfur. Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og sú sem einna helst krefst innlagna á ge...

Nánar

Mega krakkar á Íslandi stofna stjórnmálaflokk?

Á Íslandi, eins og í flestum öðrum löndum, ríkir svokallað félaga- og fundafrelsi. Í því felst meðal annars að allir eiga rétt á því að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Funda- og félagafrelsið telst til mannréttinda og er tryggt meðal annars í 74....

Nánar

Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?

Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商&#...

Nánar

Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?

Uppruni maraþonshlaupsins nær allt aftur til ársins 490 f.Kr. Grikkir áttu þá í stríði við Persa í orrustunni um Maraþon. Þegar sigur Grikkja var í höfn var maður að nafni Þersippos sendur til Aþenu til að segja frá sigrinum. Þegar hann kom á leiðarenda hné hann niður örendur. Meira má lesa um þetta í svari Geirs ...

Nánar

Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?

Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka. Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegun...

Nánar

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

Nánar

Hver var Hannibal Lecter?

Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja. Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þ...

Nánar

Hvað er söguskekkja?

Þegar fjallað er um liðna tíma, vill oft brenna við að menn meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma, í stað þess að setja sig í spor þeirrar fortíðar sem við er að fást. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd söguskekkja og er skyld því sem kallað er whig history á ensku en þau orð fela þó ekki í sér sömu auka...

Nánar

Vatn er glært en samt varpar það skugga, af hverju?

Áður en við svörum spurningunni þurfum við að átta okkur á því hvað skuggi er. Hugsum okkur að við stöndum í litlu herbergi fyrir framan ljósan vegg. Nálægt hinum enda herbergisins er lampi sem lýsir á okkur og vegginn. Þegar horft er á vegginn sjást útlínur líkama okkar. Fyrir innan útlínurnar er veggurinn dekkri...

Nánar

Hvað er reykeitrun og er hún hættuleg?

Innöndun reyks er helsta orsök dauða í kjölfar elds. Skaði af völdum reyks getur bæði verið vegna hita og vegna ertingar eða efnisskaða í öndunarvegi vegna sóts, köfnunar og eitrunar af völdum koleinildis, sem einnig er nefnt kolmonoxíð, og annarra lofttegunda eins og blásýru. Hitaskaði kemur til dæmis fram sem br...

Nánar

Fleiri niðurstöður