Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 147 svör fundust

Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?

Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísi...

Nánar

Er hægt að borða háhyrninga?

Já, það er vel hægt að borða háhyrningakjöt. Höfundur þessa svars smakkaði eitt sinn háhyrning í veislu og getur því staðhæft að kjöt af þessum stórvaxna höfrungi bragðast ágætlega. Háhyrningar (Orchinus orca) hafa í einhverjum mæli verið veiddir vegna kjötsins. Þeir hafa einnig verið fangaðir til sýningarhalds...

Nánar

Hvernig fiskur er Amúr-drottning?

Amúr-drottningin, sem oftar er nefnd Kaluga-styrjan (Huso dauricus) eða stóra síberíska styrjan (e. great Siberian sturgeon), er stærsti núlifandi ferskvatnsfiskur í heimi. Hún getur orðið allt að 6 metrar á lengd og vegið yfir 1000 kg. Slíkar stærðarskepnur eru þó orðnar mjög sjaldgæfar nú á dögum vegna ofveiði, ...

Nánar

Hvernig er dýralíf í Danmörku?

Áður fyrr þöktu skógar um 80-90% af Danmörku og dýrafána landsins einkenndist þess vegna af skógardýrum. Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegu votlendi hefur verið þurrkað upp á með tilheyrandi fækkun votlendisdýra, svo sem froskdýra...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?

Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist a...

Nánar

Hvað eru amerískar risahveljur?

Amerískar risahveljur (Mnemiopsis leidyi) eru svokallaðar kambhveljur sem lifa við austurströnd Bandaríkjanna og nær útbreiðsla þeirra allt til Vestur-Indía. Það er kannski rangnefni að kalla þær risahveljur, en þær verða ekki nema um 100 mm að stærð. Líkt og aðrar hveljur er ameríska kambhveljan rándýr og lif...

Nánar

Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?

Vegna þess hversu lág Úralfjöll eru ber dýralíf fjallgarðsins töluvert svipmót af sléttlendinu beggja vegna hans. Barrskógar (e. taiga) vaxa því nokkuð óhindrað yfir mestan hluta fjallanna og einkennist dýralífið töluvert af því. Það er þó langt frá því að telja megi Úralfjöllin til einnar vistar. Þau spanna afar ...

Nánar

Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns?

Það er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða. Á vef Orkuseturs er til dæmis að finna ágætar ábendingar þess efnis og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi. Forðist öfgar í aksturlagi Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögghemla þá getur eyðslan aukist um all...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?

Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sérsvið Sigurðar Magnúsar er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði og hefur hann rannsakað hegðun vökva og loftstreymis, áhrif á flutning efn...

Nánar

Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?

Í sumar (2008) hefur yfirborð Rauðavatns verið óvenju áberandi rauðleitt á litinn og vakið forvitni margra. Rauði liturinn stafar af vatnaplöntunni síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) sem vex upp af botni í miklum og þéttum breiðum og þekur vatnið að miklu leyti. Plantan blómstrar á yfirborði rauðleitum smáblóm...

Nánar

Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?

Tíu dýpstu vötn í heimi eru: Baykalvatn í Síberíu sem er 1741 metra djúpt Tanganyikavatn í Afríku sem er 1435 metra djúpt Kaspíhaf í Asíu og Evrópu sem er 946 metra djúpt Malawi (eða Nyasa) í Afríku sem er 706 metra djúpt Issyk – Kul í Kirgizstan sem er 700 metra djúpt Great Slave lake í Kanada sem er 614 ...

Nánar

Eru til síams-kindur?

Síamstvíburar eða samtengdir tvíburar (e. conjoined twins) eru tvíburar sem eru samvaxnir við fæðingu. Þetta gerist þegar okfrumu eineggja tvíbura tekst ekki að skipta sér fullkomlega í tvennt. Nánar er fjallað um síamstvíbura í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hva...

Nánar

Fleiri niðurstöður