Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3203 svör fundust

Hvað er búddismi?

Búddismi er trúarkenning og heimspeki boðuð í Indlandi af Gautama Buddha sem var uppi fyrir um 2500 árum (menn deila um nákvæmar dagsetningar en almennt er litið svo á að hann hafi fæðst um 563 og dáið um 483 fyrir Krist.) Búddistar líta svo á að allt í heiminum sé hverfult. Ekki bara líkami mannsins heldur han...

Nánar

Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Hannesar Stefánssonar: Af hverju kemur fullt tungl?Fullt tungl verður einu sinni í hverri umferð tunglsins um jörð, þegar lína frá tungli hornrétt á brautarsléttu jarðar sker beinu línuna sem markast af sól og jörð. Um leið er tunglið nokkurn veginn fjærst sól í þeirri um...

Nánar

Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju sjá uglur sjá svona vel í myrkri? Getur uglan snúið hausnum í hálfhring eða getur hún snúið hausnum í heilan hring?Uglur hafa þróað með sér afar næma nætursjón sem er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Eins og flestum er kunnugt um þá er veiðitími flestra tegu...

Nánar

Hvað er hortittur í bragfræði?

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...

Nánar

Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?

Orka frá sólinni hitar andrúmsloftið ójafnt upp. Kalt loft inniheldur fleiri loftsameindir en heitt loft og er þar af leiðandi þyngra. Kalt loft fellur því í andrúmsloftinu og myndar háþrýstisvæði á meðan heita loftið rís og myndar lágþrýstisvæði. Loftið reynir að ná jafnvægi, þannig að loftsameindir hreyfast frá ...

Nánar

Upp við hvaða dogg rísa menn?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)? Orðið doggur þekkist í málinu...

Nánar

Hvaðan er orðið rússíbani komið og hvað merkir það eiginlega?

Orðið rússíbani er tökuorð úr dönsku. Þar heitir leiktækið rutschebane eða rutsjebane og er heitið fengið að láni úr þýsku Rutschbahn. Að baki liggur annars vegar þýska sögnin rutschen ‘renna’ og hins vegar þýska nafnorðið Bahn ‘braut’. Algengasta orðið í þýsku yfir leiktækið er þó Achterbahn. Í rússíbana renna m...

Nánar

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

Nánar

Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?

Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki ...

Nánar

Hver var fyrsti íslenski trúboðinn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Landnámabók segir að fóstbræðurnir Kollur og Örlygur hafi komið til Íslands í trúboðserindum á landnámsöld. Þeir komu frá Suðureyjum, líklega frá Kólumbusarklaustrinu á Iona, sem þá var miðstöð kristni. Eftir vetursetu í Örlygshöfn reisti Örlygur kirkju að Esjubergi, sem ...

Nánar

Hvaða halastjarna er með lengstan hala?

Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp...

Nánar

Hvað er rofinn persónuleiki?

Upphafleg spurning: "Hvað er rofinn persónuleiki eða dissociative identity disorder? Hver er gagnrýnin á það?" Það sem átt er við með rofnum persónuleika er hið sama og það sem stundum er nefnt margfaldur persónuleiki (multiple personality) eða jafnvel hugrofspersónuleikaröskun. Fá fyrirbæri sem sálfræðin hefur...

Nánar

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

Nánar

Fleiri niðurstöður