Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 554 svör fundust

Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur? Þessi orð eru notuð yfir hvíta sósu gerða úr mjólk og hveiti og þykir ómissandi með hangikjöti og bjúgum. Orðin uppstúfur, uppstúf og uppstú eru notuð um hvíta sósu eins og nefnt er í fyrirspurninni. Þau eru a...

Nánar

Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?

Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugta...

Nánar

Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?

Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...

Nánar

Hvaðan kemur orðið rassía og hvernig tengist það íslamstrú?

Uppurunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er rassía? Jihad átti að hafa þróast út frá hugtakinu „Rassía“ sem hefur einhver í tengsl við ættbálkastríðin á Arabíuskaga fyrir komu íslam. Hvað merkir þetta orð og hvernig var það notað? Orðið rassía í íslensku nútímamáli er yfirleitt notað um einhvers konar skyn...

Nánar

Eru margir menn heiðnir?

Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera "já", miðað við flestar merkingar orðsins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upplýstur um trúmál. 3) sem va...

Nánar

Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...

Nánar

Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?

Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...

Nánar

Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?

Það er hægt að svara þessari spurningu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í 'á Íslandi'. Er átt við algengasta fæðingardag Íslendinga og skiptir þá máli hvort þeir búa á Íslandi eða ekki? Eða er átt við algengasta fæðingardag þeirra sem búa á Íslandi, sem eru vitaskuld ekki allir íslenskir ríkisbo...

Nánar

Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus?

Töfraformúlan hókus-pókus er þekkt víða um heim í ýmsum myndum og hefur lengi þótt ómissandi hvar sem sjónhverfingar og töfrabrögð eru höfð í frammi. Töframaðurinn mælir þá þessi orð um leið og hann lætur eitthvað hverfa eða breytir einum hlut í annan. Stundum er látið nægja að segja „hókus-pókus“ en oft er einhve...

Nánar

Hvernig æxlast fléttur?

Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (Cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn fjölgar sér oft með kynæxlun og myndar þá gró í svokölluðum öskum en langflestir fléttumyndandi sveppir tilheyra ætt asksveppa (Euascomycetidae). Spírandi sveppagróið verður að finna hentugan samb...

Nánar

Fleiri niðurstöður