Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 126 svör fundust

Hver var Árni Friðriksson og hvert var hans framlag til vísindanna?

Árni Friðriksson er einn af merkustu sporgöngumönnum í rannsóknum á lífríki hafsins hér við land. Árni var Vestfirðingur, fæddur þann 22. desember 1898. Hann gekk í barnaskóla í tvo vetur hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri sem veitti honum nauðsynlegan undirbúning fyrir menntaskóla. Árið 1920 hóf hann nám í s...

Nánar

Eru forystusauðir yfirleitt hrútar?

Svarið er nei: Forystusauðir voru yfirleitt sauðir, það er að segja vanaðir hrútar, og forystufé virðist lengst af oftast hafa verið sauðir, meðan þeim var til að dreifa. Orðið sauður hefur tvær merkingar sem skipta máli hér. Annars vegar getur það þýtt (a) 'vanaður hrútur' en hins vegar getur það einfaldlega þ...

Nánar

Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?

Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...

Nánar

Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?

Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?

Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...

Nánar

Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus?

Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? Þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Eins og gengur og gerist með heimspekinga fékk sumarstarfsmaðurinn tvö svör við spu...

Nánar

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?

Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...

Nánar

Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð, svipað og til dæmis um réttritun? Er til dæmis til einhver opinber regla um það hvernig orðið kýr fallbeygist og hvernig það skuli vera í nefnifalli (ekki kú)? Til að svara spurningunni verður fyrst að gera stu...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?

Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlis...

Nánar

Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?

Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á da...

Nánar

Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?

Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...

Nánar

Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?

Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna. En hvað með ensku? Sami orðstofn er til...

Nánar

Hvaða orð á að nota yfir kynfæri kvenna og er píka upprunalegasta orðið?

Spurningin frá Þebu hljóðaði svo:Nú eru uppi miklar pælingar um hvaða orð eigi að nota yfir kynfæri kvenna. Sumir segja að það eigi að nota orðið píka því það sé það „upprunalegra“ en aðrir benda á önnur orð, til dæmis budda, pjalla, pjása, klobbi, klof og fleira, og segja að þau eigi jafnmikinn rétt á sér. Þá...

Nánar

Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?

SOS er alþjóðlegt neyðarkall sem notar tákn úr morsstafrófinu eða morskóðanum. Morsstafrófið er merkjakerfi þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum eða mislöngum hljóð- eða ljósmerkjum. Morsstafrófið er kennt við Bandaríkjamanninn Samuel F.B. Morse (1791-1872) en hann, ásamt manni að nafni Al...

Nánar

Fleiri niðurstöður