Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 48 svör fundust

Hvað er hægt að kafa djúpt með venjulegum loftkúti?

Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er núverandi heimsmet í köfun 133 metrar. Metið settu bandarísku kafararnir John J. Gruener og R. Neal Watson við Bahamaeyjar 14. október 1968. Kafarinn Bret Gilliam segist hafa kafað fjórum metrum dýpra árið 1990 við strönd Hondúras og Daniel J. Manion fullyrðir að hann hafi komist ...

Nánar

Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig vísar maður í sjónvarpsefni í heimildum? Ég er að skrifa grein og er að vísa í þáttaröðina Rætur, sem var sýnd á RÚV. Á nokkrum vefsíðum er að finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að vísa til sjónvarpsefnis í heimildum. Í fljótu bragði virðast slíkar uppl...

Nánar

Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?

Þyngsta svín sem mælst hefur var Big Bill sem árið 1933 mældist 1,157 kg. Þetta met stendur enn í dag þó nokkur svín hafi gert heiðarlega atlögu að því að slá metið. Eigandi Big Bill var Elias Buford Butler og komu þeir frá Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum. Big Bill missti hins vegar af stóra tækifærinu til fræ...

Nánar

Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þeir?

Talan pí (π) er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Margir tengja pí sjálfsagt við brotið 22/7 en það er ekki "sama sem" pí í...

Nánar

Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?

Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...

Nánar

Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...

Nánar

Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að leita að upplýsingum um mengun frá vindgangi kúa en ég finn ekki neinar upplýsingar á íslensku. Gætuð þið sagt mér eitthvað um þessi málefni? Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ...

Nánar

Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?

Um uppruna Ólympíuleikanna vísast til svars sama höfundar við spurningunni Hvenær voru fyrstu ólympíuleikarnir haldnir…? (Hér eru ekki taldir vetrarólympíuleikar.) Fyrstu Ólympíuleikar nútímans í Aþenu 1896. 1896 Aþenu, Grikklandi Fyrstu Ólympíuleikar í nútíma. 13 lönd tóku þátt. 1900 París, Frakklandi ...

Nánar

Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?

Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...

Nánar

Eru tölvuleikir vanabindandi?

Fyrst þarf aðeins að líta á merkingu orðsins „vanabindandi“. Það er yfirleitt notað um tilteknar afleiðingar sem fylgja neyslu sumra efna, til dæmis tóbaks, áfengis, heróíns og jafnvel koffíns. Efnin vekja lífeðlisfræðileg viðbrögð sem notandi efnisins sækir í og myndar þol við, þannig að smátt og smátt þarf hann ...

Nánar

Geta nútímavísindi sagt til um það hvort bein sem grafin eru á Þingvöllum séu í raun og veru af Jónasi Hallgrímssyni?

Jónas Hallgrímsson lést í Kaupmannahöfn í maí 1845 og var lík hans grafið í kirkjugarði þar. Rétt um öld síðar voru leifar skáldsins grafnar upp, fluttar til Íslands og síðan grafnar á ný í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Allar götur síðan hafa verið efasemdaraddir um að þetta hafi í raun verið bein Jónasar heldur...

Nánar

Í hverju felst sókratíska aðferðin?

Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr h...

Nánar

Fleiri niðurstöður