Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2989 svör fundust

Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?

Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu...

Nánar

Hvar er mest af geimskipum á Íslandi?

Í gegnum tíðina hefur Ísland fengið heilmikla athygli umheimsins vegna ýmiss konar yfirnáttúrulegra fyrirbæra sem talið er að fyrirfinnist hér á landi. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einn frægasti svikari sögunnar, Júdas, sé geymdur í Heklu. Er þetta einungis ein af fjölmörgum sögum sem tengjast Hekl...

Nánar

Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?

Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klíst...

Nánar

Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?

Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...

Nánar

Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver þróun í jarðsjám og er farið að sjá fyrir um að veitufyrirtæki geti farið að nýta jarðsjá við leit á lögnum sem eru ekki skráðar í landupplýsingakerfi viðkomandi veitna? Þá á ég við handhægt tæki. Í svari við spurningunni Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð? efti...

Nánar

Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara?

Fötin okkar, eins og öll textílefni, eru gerð úr fínum þráðum eða trefjum. Þegar flík er notuð (eða handklæðin, rúmfötin eða hvað það nú er sem um ræðir) þá losna alltaf einhverjir þræðir vegna ýmiskonar núnings. Við þetta slitnar flíkin. Það er misjafnt eftir efnum hversu mikið af þráðum losna, í bómull, lérefti ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?

Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sérsvið Sigurðar Magnúsar er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði og hefur hann rannsakað hegðun vökva og loftstreymis, áhrif á flutning efn...

Nánar

Átti Skafti heima í Skaftafelli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...

Nánar

Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?

Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalau...

Nánar

Hvaðan kom hafið?

Hafið er að langmestum hluta orðið til úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum á 4.500 milljón ára ævi jarðar. Dæmigerðar gosgufur, eins og þær sem losnuðu í Surtseyjargosinu, eru um 85% vatn. Í hraunkviku, sem kemur upp á yfirborðið, eru um 0,6% af vatni, og af þeim losna um 0,5% út í andrúmsloftið, þar sem vatnið...

Nánar

Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?

Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...

Nánar

Fleiri niðurstöður