Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2989 svör fundust

Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?

Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...

Nánar

Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?

Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...

Nánar

Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?

Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann. ...

Nánar

Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?

Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. Gosinu fylgir öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur reynst verulega skaðlegt. Flúor er lofttegund, gulgræn að lit, efnafræðilega skyld k...

Nánar

Af hverju er stundum svona mikill hitamunur á milli nálægra staða?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig stendur á því að hitafar, til dæmis á Vestfjörðum, er mjög mismunandi? Það er miklu oftar heitara á Ísafirði og Bíldudal en í Bolungarvík. Ástæður þess að mikill hitamunur mælist á milli nærliggjandi staða á sama tíma geta verið margþættar. Oft kemur þó afstaða lands ...

Nánar

Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?

Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...

Nánar

Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?

Helsta ástæðan er sú að það þarf nokkra lítra af mjólk til að framleiða einn lítra af rjóma, en einnig lítur út fyrir að seljendur meti það svo að óhætt sé að leggja meira á rjómann en mjólkina. Margir þættir hafa áhrif á verð einstakra vara. Framleiðslukostnaður skiptir vitaskuld miklu en einnig þættir eins og...

Nánar

Er til flokkunarkerfi yfir hveri?

Ýmis orð eru höfð um jarðhita á yfirborði sem fram kemur sem vatn eða gufa. Aðalnöfnin eru hver, laug og volgra, sem öðrum er síðan skeytt við, allt eftir eðli og útliti. Safnheiti eða sameiginlegt orð um þetta hefur ekki náð festu í málinu, annað en jarðhiti. Orðið varmalind sem safnheiti hefur sést en er sja...

Nánar

Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?

Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...

Nánar

Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?

Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti ...

Nánar

Hvað er að vera alveg kexruglaður?

Samkvæmt orðabókinni okkar er slanguryrðið kexruglaður notað um þá sem eru 'alveg ruglaðir', 'geðveikir' eða 'í vímu'. Ekki er víst að allir sjái í hendi sér hvernig orðið kex gerir ruglað fólk alveg snarruglað og geðveikt; örugglega finnst sumum að slík orðanotkun sé út í hött og baki eintóm vandræði. En þ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...

Nánar

Fleiri niðurstöður