Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2989 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um PCB?

PCB er skammstöfun fyrir polychlorinated biphenyl. Um er að ræða efnaflokk um 209 efna sem eru lífræn hringsambönd tengd klór í mismunandi magni og á mismunandi vegu. Efnið var notað í stórum stíl í iðnaði til dæmis í spennaolíu, sem mýkingarefni í plast og í glussa ýmis konar. Efnið hefur síðan borist út í lífrík...

Nánar

Af hverju tala dýrin ekki?

Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur e...

Nánar

Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi

Það fer eftir seigju jarðmöttulsins á hverjum stað hversu hratt yfirborð landsins svarar álagsbreytingum. Seigja er mæld með einingunni poise (P) en SI-einingin er pascal-sekúnda (Pa-s), skilgreind þannig: ef fljótandi efni með seigjuna ein Pa-s er sett milli tveggja platna og annarri plötunni ýtt til hliðar með k...

Nánar

Til hvers nota pokadýr pokann sinn?

Eitt helsta einkenni pokadýra er æxlunarkerfi þeirra. Margar pokadýrategundir bera nafn með rentu og kvendýrin bera unga sína í poka. Sum pokadýr eins og til dæmis lítil ránpokadýr eru þó ekki með eiginlega poka. Þessi pokalausu pokadýr hafa eingöngu húðfellingar hjá spenunum sem halda mætti að verji ungana illa f...

Nánar

Hvers vegna verður húðin þurr?

Þurr húð er ekki endilega húðsjúkdómur en ástand húðarinnar einkennist af því að hún flagnar, oft með roða, ertingu og kláða. Þetta veldur mestum vandræðum á haustin og veturna. Húðþurrkur kemur yfirleitt fram í andliti, á höndum, handleggjum og fótum. Þegar verst lætur getur húðin líkst fiskhreistri (Ichtyosis). ...

Nánar

Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?

Litlahérað er nafn sem utanhéraðsmenn gáfu sveitinni sem nú kallast Öræfi, milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands. Það gerðu þeir til að aðgreina hana frá Fljótsdalshéraði, en í munni heimamanna hét hún einfaldlega Hérað. Annað og enn eldra nafn á þessari sveit er Ingólfshöfðahverfi. Í byrjun 14. aldar vor...

Nánar

Hvernig virka geisladiskar?

Geisladiskar geyma stafræna útgáfu af tónlist eða stafræn gögn (CD-ROM). Tónlistardiskarnir geta geymt allt að 80 mínútur af tónlist, en CD-ROM (e. compact disc read-only memory) diskarnir geta geymt allt að 700MB af gögnum. Tónlistin er kóðuð með 16 bita PCM-kóðun í stereó með 44,1 kHz úrtakstíðni. Þetta þýðir í ...

Nánar

Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar?

Það fer eftir mataræði hvernig hægðirnar okkar eru. Áferð hægða ræðst af því hvort við fáum nóg af vökva og svokölluðum trefjaefnum í fæðunni. Trefjaefni eru flókin kolvetni sem finnast í plöntufrumuveggjum, til dæmis beðmi og lignín. Við meltum ekki trefjaefnin og þau fara því óbreytt í gegnum meltingarveginn...

Nánar

Eru til villtir kattastofnar á Íslandi?

Reglulega hafa komið upp hópar villtra katta víða um land. Einstaklingar innan þessara hópa tímgast bæði innbyrðis og við heimilisketti. Hér er ekki um eiginlega villiketti (Felis silvestris silvestris) að ræða, eins og dýrafræðin skilgreinir þá, heldur einfaldlega ketti sem komnir eru af heimilisköttum (Felis sil...

Nánar

Hvað éta kanínur?

Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Fæða þeirri inniheldur mikið beðmi sem er tormeltanlegt en meltingarkerfi þeirra hefur þróað aðferðir til að melta það betur. Kanínur eru svoköl...

Nánar

Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?

Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust e...

Nánar

Fleiri niðurstöður