Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1442 svör fundust

Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?

Alheimurinn er allt sem er til, allt sem hefur verið til og allt sem mun vera til.Þannig orðaði bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan það. Sólkerfi er aðeins agnarsmár hluti af vetrarbraut sem er einnig agnarsmár hluti af öllum alheiminum. Alheimurinn er allt. Alheimurinn er svo stór að lítið vit væri í...

Nánar

Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?

DDT (e. dichloro-diphenyl-trichloro-ethane) var fyrst framleitt árið 1939 og reyndist vera árangursríkasta skordýraeitur sem framleitt hafði verið. Það hefur að mestu verið bannað í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu vegna þess hversu skaðlegt það er vistkerfinu. Í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er það þó enn í notk...

Nánar

Hvers vegna er geispi smitandi?

Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...

Nánar

Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...

Nánar

Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?

Í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjur svokallaðs A-hluta ríkissjóðs verði 271,6 milljarðar króna og útgjöld 260,1 milljarður. Langstærstur hluti umsvifa ríkisins telst til þessa A-hluta. Nokkur ríkisfyrirtæki með mjög sjálfstæðan rekstur teljast til B-hluta og er gert ráð fyrir að þau skili samta...

Nánar

Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?

Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu margir órangútanapar (Pongo pygmaeus) eru í Afríku en sjálfsagt eiga nokkrir heimkynni sín í dýragörðum í álfunni. Villtir órangútanapar lifa hins vegar í regnskógum Borneó og á takmörkuðu svæði á Súmötru. Samkvæmt rannsóknum eins helsta fremdardýrafræðings heims, ...

Nánar

Hvers vegna verðum við svöng?

Svengd er tilfinning sem við finnum þegar okkur vantar fæðu. Hún stjórnast af svengdarstöð í undirstúku heilans. Tilraunir hafa sýnt að ef svengdarstöð dýrs er áreitt, til dæmis með rafertingu, étur það með góðri lyst, jafnvel þótt það sé nýbúið að innbyrða fæðu. Einnig er í undirstúkunni svonefnd seddustöð eða...

Nánar

Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?

Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar lang...

Nánar

Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru íþróttameiðsl algeng og alvarleg meðal barna og unglinga? Ef svo er, í hvaða íþróttagreinum? Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úrtak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig...

Nánar

Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?

Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt. Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alve...

Nánar

Hvað er einn rúmkílómetri af lofti þungur?

Vísindamenn gera greinarmun á þyngd og massa og um muninn má lesa í svari við spurningunni Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Í stuttu máli má segja að massi er innbyggður eiginleiki hlutar sem mældur er í kílóum (kg) en þyngd er kraftur sem verkar á hlutinn og er hún mæld í einingum sem kallast Newton (N). ...

Nánar

Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?

Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...

Nánar

Hvernig er best að hugsa röklega?

Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér t...

Nánar

Hver er munurinn á hita- og kuldaskilum?

Skil myndast þar sem loft af mismunandi uppruna mætist, til þæginda er talað um að tveir loftmassar takist á. Skil eru sjaldnast alveg kyrrstæð heldur hörfar annar loftmassinn oftast fyrir hinum sem þá sækir fram. Skilum fylgir að jafnaði einhver úrkoma. Hitaskil eru þar sem hlýtt loft sækir að, þegar þau fara...

Nánar

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

Nánar

Fleiri niðurstöður