Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4318 svör fundust

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?

Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...

Nánar

Hver fann upp plásturinn?

Plástur sem margir þekkja undir heitinu Band-Aid var fundinn upp árið 1920. Bandaríkjamennirnir Thomas Anderson og Earle Dickson þróuðu hann handa eiginkonu Dicksons. Hún átti það til að skera sig við eldamennsku og með plástrinum gat hún lokað litlum sárum án aðstoðar. Dickson vann sem bómullarkaupmaður hjá ba...

Nánar

Hver er útbreiðsla úlfa?

Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum ...

Nánar

Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?

Svarið við þessari spurningu felst í því hvaða merkingu við viljum leggja í orð. Hér er gengið út frá því að með orðinu suðurpóll sé í raun átt við Suðurskautslandið en um muninn á þessu tvennu má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu? Það sem skiptir hins vegar ...

Nánar

Hversu kaldir eru jöklar?

Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki á...

Nánar

Hvaða munur er á moskítóflugu og mýflugu?

Moskítóflugur eru mýflugur. Tvívængjur (Diptera) skiptast í þrjá undirættbálka, Nematocera (mýflugur), Brachicera (ránflugur) og Cyclorapha (eiginlegar flugur). Nematocera, eða mýflugur, eru margar ættir, og þar á meðal eru hrossaflugur (Tipulidae), rykmý (Chironomidae), bitmý (Simuliidae) og moskítóflugur (Cu...

Nánar

Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?

Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi eiga rétt á að kjósa í kosningum til Alþingis og í forsetakosningum. Íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa til útlanda halda þessum rétti í átta ár frá því að þeir flytja lögheimili af landinu og lengur ef sótt er um ...

Nánar

Hvað er alhæfing?

Alhæfing er setning eða fullyrðing sem segir eitthvað um alla hluti af tilteknu tagi. Slíkar setningar má skrifa á forminu „Öll X eru Y“, þar sem X er sá flokkur hluta sem alhæft er um og Y lýsir þeim eiginleikum sem hlutunum er eignað. Tökum dæmi um alhæfingu: „Öll spendýr fæða afkvæmi sín með mjólk.“ Þessi...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Nanna Karlsdóttir rannsakað?

Sigrún Nanna Karlsdóttir er dósent við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að efnisfræði í tengslum við áraun efna í tærandi umhverfi, sér í lagi tæringu málma í jarðhitaumhverfi en einnig oxun háhita-keramikefna, og tjónagreininga vegna tæringar- e...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?

Martha Á. Hjálmarsdóttir er lektor og námsbrautarstjóri í námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands og fræðslustjóri á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands og BS-prófi frá sama skóla strax og nám í lífeind...

Nánar

Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?

Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Faghópurinn sem Rósa leiðir vinnur meðal annars að rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum og matvælum, rannsóknum á nýtingu vannýttra afurða, til dæmis þörunga og loðnu og rannsóknum á heilnæmi matvæla og stöðugleika matvæl...

Nánar

Hvað eru blóðdemantar?

Orðið 'blóðdemantar' er íslenskun á ensku orðunum 'blood diamonds'. Einnig er til hugtakið 'conflict diamonds' sem mætti þýða sem stríðsdemantar. Flestir kannast líklega við orðið 'blóðpeningar' sem við notum um peninga sem fengnir eru með því að framselja einhvern í dauðann eða svíkja hann með öðrum hætti. Or...

Nánar

Fleiri niðurstöður