Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4319 svör fundust

Hvaða dýrategund er elst?

Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...

Nánar

Hvað eru þrávirk lífræn efni og hvernig berast þau í dýr?

Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir hóp efnasambanda sem eru mjög stöðug bæði í náttúrunni og í lífverum ef þau berast í þær. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Þessi þrávirku efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum enda er helmingunar...

Nánar

Hvernig myndast snjókorn?

Snjór er gjarnan greindur í flyksur, kornsnjó, ískorn og hagl. Hagl greinist í snjóhagl og íshagl. Flyksur eru algengastar hérlendis, snjóhagl er algengt, kornsnjór nokkuð algengur, ískorn sjaldséð og íshagl sárasjaldgæft. Úrkoma myndast þegar raki þéttist í skýjum. Ef ís er til staðar getur úrkoman fallið sem ...

Nánar

Hver er munurinn á ríkisreknum fjölmiðli og einkareknum?

Helstu fjölmiðlar nútímans eru dagblöð, hljóðvarp, sjónvarp og veffréttamiðlar. Í okkar heimshluta tíðkast hvorki ríkisrekstur á dagblöðum né veffréttamiðlum (nema sem viðhengi við hefðbundinn útvarpsrekstur). Hér verður því samanburður á ríkisreknum og einkareknum miðlum einskorðaður við hljóðvarp og sjónvarp, se...

Nánar

Á hvaða aldri má byrja að lyfta lóðum? Er hættulegt að byrja of snemma?

Lyftingar og áhrif þeirra á líkamsvöxt ungmenna vekja greinilega áhuga unglingsdrengja og hafa Vísindavefnum borist nokkrar spurningar um það efni. Þær eru eftirfarandi:Er hættulegt að byrja að lyfta áður en maður er búinn að ná fullum þroska? Ef svo er hversu hættulegt er það?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall...

Nánar

Var vont veður og kalt allt árið 1918?

Upprunalega spurningin var: Hvernig var veðrið allt árið 1918, ekki bara frostaveturinn? Þegar ársins 1918 er minnst í Íslandssögunni þá eru nokkrir atburðir sem iðulega eru nefndir og þá helst að landið varð fullvalda, Katla gaus og spánska veikin herjaði á landsmenn. En ársins er líka minnst fyrir veðurfa...

Nánar

Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er það rétt að maður fái minni túrverki ef maður er á pillunni og geta verið aukaverkanir af henni? Það er rétt að getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum. Túrverkir eru krampar eða verkir í kvið og mjaðmagrind sem fylgja tíðablæðingum. Túrverkir eru mjög breyti...

Nánar

Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...

Nánar

Hvernig myndast hvirfilbyljir?

Hvirfilbyljir eru mjög hvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins. Þeir myndast þar sem loft er mjög óstöðugt, þar sem hlýtt loft er undir köldu lofti, til dæmis í grennd við þrumuveður. Á litlu svæði verður mikið uppstreymi og í stað loftsins sem streymir upp, leitar loft inn að miðju uppstreymis...

Nánar

Er orðið ógnanir til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...

Nánar

Af hverju lenda kettir alltaf á löppunum?

Kettir lenda ekki alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð, en þeir eru reyndar afar færir í því að snúa sér í loftinu og lenda á fjórum fótum. Það er alls ekki augljóst hvernig kettir geta snúið sér í loftinu ef þeim er sleppt á hvolfi. Þeir hafa nefnilega ekkert til að spyrna í. Til þess að lenda á...

Nánar

Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Orðið fokdýrt hvaðan hefur það upprunann sinn er það fokdýrt eins og fljúgandi hátt verð eða fokk dýrt? Hvorugkynsorðið fok merkir ‘það að fjúka, það sem fýkur’ og er skylt sögnunum að fjúka og feykja. En fok- getur einnig verið áhersluforskeyti lýsingarorða og hefur verið ...

Nánar

Hvað er sjávarskafl eða tsunami?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er eitthvað til í því að risaflóðbylgjur sem myndast við jarðskjálfta eða skriðuföll geti náð hátt í 1000 km hraða? Ef svo er hver er þá ástæðan? Árið 1963 sammæltust vísindamenn um að nota orðið tsunami yfir langar bylgjur á yfirborði sjávar sem magnast uppi við landsteina og ve...

Nánar

Hvað er vogunarsjóður?

Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um Kerlingarfjöll?

Kerlingarfjöll hafa flest einkenni fullþroska megineldstöðvar, fjölbreytilegar gosmyndanir, reisulega ríólítgúla, öskjubrot og háhitasvæði. Þau eru vel afmörkuð landfræðilega, tignarlegur og litríkur fjallaklasi sem rís upp yfir hálendið við suðvesturhorn Hofsjökuls, milli Kjalar og Þjórsárvera. Ekki er vitað um n...

Nánar

Fleiri niðurstöður