Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4319 svör fundust

Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?

Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...

Nánar

Hvaðan kemur vatnið?

Sólkerfið myndaðist fyrir um 4.500 milljónum ára við það að geimþoka „þéttist”, það er að segja að loftsteinar og geimryk af ýmsu tagi safnaðist saman í sólina (yfir 99% massans) og fáeinar afmarkaðar reikistjörnur. Leifar af hinni upprunalegu geimþoku er að finna í þeirri gerð loftsteina sem nefnast „kondrítar”, ...

Nánar

Hvað einkennir grænþörunga?

Grænþörungar (Chlorophyta) er ein fylking þörunga (Algae), sem eru frumbjarga lífverur án eiginlegra róta, blaða eða stilks. Þörungar teljast til plönturíkisins og telja líffræðingar að þörungar séu fyrstu plönturnar sem komu fram á jörðinni, fyrir rúmlega 1,3 milljörðum ára. Nöfn fylkinga þörunganna eru dregin af...

Nánar

Hvað tóku siglingar á landnámsöld langan tíma?

Tíminn sem það tók að sigla tiltekna leið á landnámsöld var mjög breytilegur. Menn hafa verið fljótastir þegar þeir höfðu hæfilegan meðbyr en mestan tíma tók ferðin ef mótvindur var eða svo hvasst að öldugangur knúði menn til að slá af ferðinni. Stundum tók ferðin þá mjög langan tíma, til dæmis nær allt sumarið. E...

Nánar

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?

Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...

Nánar

Hvað eru berklar?

Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er...

Nánar

Hefur útblástur álvera skaðleg áhrif á ósonlag jarðar?

Spurningin í heild sinni hjóðar svona:Hefur útblástur álvera skaðleg áhrif á ósonlag jarðar og ef svo er eyðist ósonið ekki hraðar ef útblásturinn er nærri norðurheimskautinu? Um 90% af ósoni í andrúmsloftinu er í heiðhvolfinu og mest af því er að finna í um 20 km hæð yfir jörðu, það er hið svokallaða ósonlag. Þe...

Nánar

Af hverju skilja sár eftir sig ör?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju koma ör á húðina, af hverju nær hún ekki að endurnýja sig og af hverju er sagt að ör komi ef maður kroppar í sár? Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar sár í húð og öðrum vefjum líkamans gróa. Allir áverkar eftir slys, sjúkdóma...

Nánar

Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku? eru upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Í svarinu hér á eftir er stuðst við upplýsingar fyrir árið 2000 af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Til þe...

Nánar

Hvað er eyrnabólga barna?

Miðeyrnabólga, sem í daglegu tali kallast eyrnabólga, er bólga í slímhimnu miðeyrans af völdum bakteríusýkingar og er hún mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Miðeyrað er loftfyllt holrúm á milli hljóðhimnunnar og innra eyrans. Kokhlustin er loftrás sem liggur á milli miðeyrans og nefkoksins og sér til þe...

Nánar

Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?

Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi. Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti)...

Nánar

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?

Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...

Nánar

Í hvaða bergtegundum finnst gull?

Eins og önnur efni jarðskorpunnar er gull upphaflega komið með bergbráð úr jarðmöttlinum. Í skorpunni hefur það svo safnast aðallega í kísilríkt (súrt) storkuberg, einkum granít. Þó finnst það einnig í basísku bergi; til dæmis eru uppi áætlanir um að nema gull úr stórum gabbró-hleif á Austur-Grænlandi (Skærgård) þ...

Nánar

Er gos fitandi?

Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...

Nánar

Fleiri niðurstöður