Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8084 svör fundust

Hvað er efst á baugi?

Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...

Nánar

Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli? Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni...

Nánar

Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?

Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir ...

Nánar

Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð?

Sápufroðan er að mestu leyti loft, með þunnum vökvaveggjum á milli sem hólfa loftið af. Ljósgeislar sem falla á froðuna speglast margoft á leið sinni inn í froðuna og síðan út aftur, óháð öldulengd (lit). Við þessa margspeglun (margfalda stefnubreytingu) týnast upplýsingar um úr hvað átt ljósið kom, svo froðan var...

Nánar

Hvað kostar gull?

Heimsmarkaðsverð á hreinu gulli þegar þetta er skrifað, í febrúar 2002, er um 29.600 krónur hver únsa eða um 950 þúsund krónur hvert kíló. Smásöluverð er mismunandi en þó vitaskuld alltaf eitthvað hærra en þetta. 220 kg gullklumpur sem finna má á safni í Taiwan, Kína. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað e...

Nánar

Af hverju æla kettir hárum?

Skýringin á því að kettir kasta upp hárum liggur í því að þegar þeir þvo sér sleikja þeir feldinn með hrjúfri tungunni og þá berast hár ofan í maga þeirra. Hárin valda ertingu í maganum sem leiðir til þess að þeir skila þeim upp. Hins vegar berst eitthvað af hárum niður meltingarveginn og skilst út með saur. K...

Nánar

Hvaðan kemur orðið spítali?

Orðið spítali 'sjúkrahús' er tökuorð í íslensku þegar í fornu máli, líklegast úr miðlágþýsku sem töluð var í norðurhluta Þýskalands. Þar voru notuð orðin spetal, spittal í sömu merkingu. Í miðlágþýsku var orðið fengið að láni úr miðaldalatínu hospitâle 'hús, gistihús' sem er leitt af hvorugkyni lýsingarorðsins hos...

Nánar

Hvaðan kemur orðið ballarhaf og hvað merkir það?

Úti á ballarhafi. Orðið ballarhaf í merkingunni 'rúmsjór, hafsvæði fjarri landi' á líklegast uppruna sinn í máli sjómanna. Í Íslenzkum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar (III:168) er þess getið að sjómenn hafi talað um að fara út á ballarhaf, en einnig út í ballarauga í sömu merkingu, sem viðmið þegar verið va...

Nánar

Hvað er að vera borubrattur?

Orðið bora merkir ‘hola, kytra’, til dæmis þegar herbergi er sagt borulegt, en það merkir einnig ‘rass, bakrauf’ og er í þeirri merkingu oft notað sem skammaryrði, til dæmis ,,Hún kom ekki bannsett boran“. Borubrött sirkusstjarna? Merkingin ‘rass, bakrauf’ liggur líklegast að baki orðinu borubrattur sem merkir ...

Nánar

Hvað er eiginlega að vera skelegggur og hvaðan kemur orðið?

Orðið skeleggur merkir 'djarfur (í málflutningi), öruggur; röskur‘ en einnig 'egghvass' í fornu máli og er það frummerking orðsins. Það er sett saman úr orðunum skel og egg 'þunn beitt brún á vopni eða verkfæri' og merkir orðrétt 'með skelþunna egg'. Sá sem er skeleggur er oft hvassyrtur, orðin bíta eins og hn...

Nánar

Hvað þýðir að einhenda sér í eitthvað?

Sögnin að einhenda merkir að ‛lyfta eða kasta með annarri hendi; kasta af afli’, til dæmis „Hann einhenti steininum í rúðuna“. Sambandið að einhenda sér í eitthvað er einkum notað um að ráðast í framkvæmd með þeim ásetningi að ljúka henni. Eiginlega er sá sem er að einhenda sér í verk að kasta sjálfum sé...

Nánar

Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann?

Ég tel að við þessari spurningu sé ekki til neitt eitt rétt svar og kemur þar aðallega þrennt til: Það er skilgreiningaratriði hvað er harður diskur. Í stórum tölvukerfum er notað kerfi sem kallast RAID en það stendur fyrir "Redundant Array of Independent Disks". Þar eru margir harðir diskar tengdir saman en f...

Nánar

Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?

Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess...

Nánar

Fleiri niðurstöður