Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6524 svör fundust

Hvað geta úlfar orðið stórir?

Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfir...

Nánar

Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig hefur þátttaka Íslendinga verið á Ólympíuleikunum? Á vef ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) er að finna lista yfir íslenska keppendur á sumarólympíuleikum frá upphafi. Íslendingur tók fyrst þátt á sumarólympíuleikum árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson keppti í grí...

Nánar

Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi? Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýr...

Nánar

Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína?

Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni allri í framtíðinni, en einnig í hverri heimsálfu fyrir sig, í einstökum löndum, skilgreindum landsvæðum og borgum. Um mannfjöldaspár er fjallað í svari við ...

Nánar

Eru vínber raunverulega ber?

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Eru vínber raunverulega ber? Á íslensku inniheldur orðið vínber augljóslega ber en yfirleitt er það ekki þannig í erlendum tungumálum. Síðan er mjög mismunandi eftir því hvar maður leitar hvert svarið við þessari spurningu er. Auk þess hef ég tekið eftir því að það er mi...

Nánar

Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur?

Í Íslenskri orðabók sem upphaflega var unnin af Árna Böðvarssyni og kom út tvisvar undir hans ritstjórn (1963, 1983) er þessa merkingu ekki að finna undir flettunni kóngur. Hennar er ekki heldur getið í Viðbæti við Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefinn var út 1963. Aftur á móti er merkingin ‘reðurhúf...

Nánar

Hvers konar hveiti er bókhveiti?

Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki skylt hveiti. Bókhveiti (Fagopyrum esculentum) er jurt af súruætt (Polygonaceae) en aðrar tegundir sömu ættar eru til dæmis rabarbari og njóli. Hveiti er hins vegar korntegund af grasætt en henni tilheyra allar gras- og korntegundir. Skýringin á seinni hluta heitisins er sú...

Nánar

Hvert er stærsta skordýr í heimi?

Lengsta núlifandi skordýr sem mælst hefur er af ætt förustafa, og er þá miðað við heildarlengd. Lengsti búkurinn er hins vegar á Herkúlesbjöllu af ættkvísl nashyrningsbjalla. Þyngsta bjallan er golíatsbjallan af sömu ættkvísl. Stærsta skordýr sem lifað hefur á jörðinni er tröllaslenja af ættbálki drekaflugna. Þ...

Nánar

Voru konur fleiri en karlar árið 1944?

Ef átt er við Ísland þá voru konur aðeins fleiri en karlar árið 1944. Samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar voru Íslendingar alls 125.967 það ár. Af þeim voru konur um 50,5% en karlar 49,5% eða 100 konur á móti rétt rúmlega 98 körlum. Þannig hafði þetta verið um langan tíma, það er að segja konur voru ívið flei...

Nánar

Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?

Rostungar (Odobenus rosmarus) greinast í tvær deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar. Önnur deilitegundin nefnist Atlantshafsrostungur (O.r. rosmarus) en hin Kyrrahafsrostungur (O.r. divergens). Atlantshafsdeilitegundin lifir á svæðum við Grænland og við eyjar sem tilheyra Kanada en Kyrrahafsrostungurinn fi...

Nánar

Er barrskógur það sama og greniskógur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur. Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrt...

Nánar

Gáfu skólanum verðlaunin sín

Þriðji viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2016 var Stykkishólmur. Á Hótel Stykkishólmi var haldin vísindaveisla laugardaginn 21. maí og þar gátu Hólmarar og aðrir gestir kynnst ýmsum undrum eðlisfræðinnar, búið til japanskt órigamí, skoðað steinasafn lestarinnar og fræðst um hvali, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ge...

Nánar

Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?

Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í ...

Nánar

Hvernig myndast djúprennur?

Jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem flekana rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast sökkbelti sem einkennist af djúprennu eða djúpál hafsbotnsmegin en af fellingafjöllum eða eyjabogum landmegin. Djúpálar eru dýpsti hluti hafsbotnsins. Hinn stinni hafsbot...

Nánar

Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?

Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...

Nánar

Fleiri niðurstöður