Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 835 svör fundust

Er hægt að skipta um kennitölu?

Í stuttu máli, nei. Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem við notum til að auðkenna okkur í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er því einstök. Þegar einstaklingi hefur verið úthlutuð kennitala fylgir hún honum um alla ævi. Undantekning á þessu getur verið ef einstaklingurinn hefu...

Nánar

Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það?

Nafn árinnar Korpu í Mosfellssveit er hugsanlega dregið af orðinu korpa 'hrukka', samanber kyrpingur. Bæjarnafnið Korpúlfsstaðir var reyndar stundum skrifað Kortólfsstaðir í eldri heimildum (Ísl. fornbréfasafn I:507) eða Kortúlfsstaðir (Jarðabók ÁM og PV III:450), en Korpúlfsstaðir er væntanlega eldra. Við bæinn e...

Nánar

Hvað er Þanghaf og hvar er það?

Þanghafið nefnist einnig Sargassóhaf. Það dregur nafn sitt af lausu sargassóþangi sem flýtur um hafið í miklum breiðum. Þanghafið er hluti af Atlantshafi. Það er fyrir vestan Asoreyjar og nálægt Bermúda-eyjum, á mótum Golfstraumsins og Norðurmiðbaugsstraumsins. Hér sést Þanghafið á korti. Það voru líklega po...

Nánar

Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?

Örlaganornirnar þrjár, eða skapanornirnar, heita Urður, Verðandi og Skuld. Urður er norn fortíðar og elst af þeim öllum. Nafn hennar merkir "það sem orðið er". Verðandi, "hin líðandi stund", er norn nútímans og Skuld, "það sem skal gerast" (samstofna sögninni "að skulu"), er norn framtíðar. Samkvæmt norrænn...

Nánar

Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?

FTSE stendur fyrir Financial Times Stock Exchange. FTSE er einnig nafn á fyrirtæki í eigu Financial Times og kauphallarinnar í London sem meðal annars reiknar út allmargar hlutabréfavísitölur. Sú þekktasta af þeim er svokölluð FTSE 100 vísitala sem á að endurspegla verð á 100 verðmætustu hlutafélögunum sem skráð e...

Nánar

Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum?

Eiginleg heimkynni jarðarberja eru í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Þau jarðarber sem eru ræktuð nú á dögum koma aðallega af tveimur tegundum, Fragraria virginiana og Fragraria chiloensis sem báðar eiga rætur að rekja til Ameríku. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur segir meðal annars þetta u...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?

Hreindýramosi (Cladonia rangiferina) er hvít runnaflétta, en svo nefnist einn af þremur hópum flétta. Hinir tveir hóparnir kallast blaðfléttur og hrúðurfléttur. Fjallagrös eru dæmi um blaðfléttu, enda hafa þau blöð og hrúðurfléttur sjást oft á klettum og trjáberki þar sem þær mynda hrúður. Runnaflétturnar eru grei...

Nánar

Hvar búa dvergmörgæsir?

Dvergmörgæsir (Eudyptula minor) lifa á ströndum Nýja-Sjálands og suðurhluta Ástralíu. Í Ástralíu eru þær stundum kallaðar 'fairy penguins' og á Nýja-Sjálandi eru þær kallaðar 'little blue penguins' eða bara 'blue penguins'. Dvergmörgæsir lifa í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Dvergmörgæsir eru minnstar allra mörgæsa ...

Nánar

Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?

Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum t...

Nánar

Hvaðan kemur kjötáleggsnafnið malakoff og hvað merkir það?

Sennilega kemur Malakoffpylsan upphaflega frá Rússlandi. Að minnsta kosti er hún talin sem rússnesk pylsa í þýskumælandi löndum. Sagt er að í hana þurfi meðal annars nautatungu og svínafitu. Hvernig og hvaðan Malakoff-pylsan barst til Íslands er ekki vitað. Líklegast upphaflega frá Danmörku því að í gömlum auglýsi...

Nánar

Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?

Óhætt er að segja að Gullfoss sé frægastur allra fossa á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Gullfoss er ein af helstu náttúruperlum Íslands og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979. Gullfoss er ein af náttúruperlum Íslands. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gullfoss fengið nafn sitt sökum þess að glampað get...

Nánar

Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu?

Hugtökin verund (e. being) og neind (e. nothingness) eru ein og sér svo almenns eðlis að þau koma fyrir með einum og öðrum hætti í vel flestum verkum heimspekisögunnar. Þá tengjast þessi andstæðu hugtök öðrum aldagömlum hugtökum eins og sýnd/reynd, satt/ósatt og rétt/rangt. Nú orðið er talað um sérstaka grein heim...

Nánar

Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?

Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um fléttur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...

Nánar

Hvað merkir örnefnið Kleppur og hvar er Kleppsvík?

Örnefnið Kleppur er frekar fátítt. Merking orðsins er ,köggull' eða ,klepri' en sem örnefni merkir það ,klöpp'. Í nýnorsku getur klepp merkt ,smáklettur'. Líklegt er að kleppurinn sem Kleppur í Reykjavík er kenndur við, hafi verið svonefnt Skaft (Kleppsskaft), klettahöfðinn norðan við Kleppsspítalann, sem nú er sk...

Nánar

Fleiri niðurstöður