Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 56 svör fundust

Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?

Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjö...

Nánar

Er Atkins-kúrinn hollur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig getur mataræði eins og Atkins-kúrinn, sem er algjör andstæða makróbíótískrar fæðu, verið hollt?Í fyrsta lagi er rétt að benda á það að alls ekki er svo komið að menn telji Atkins-kúrinn vera hollt mataræði. Sumir telja hins vegar að hann og aðrir kolvetnasnauðir megr...

Nánar

Hvers vegna fær maður þvagfærasýkingu?

Þvagfærasýkingar eru sýkingar í þvagrás, þvagblöðru, þvagpípum eða nýrum en þessi líffæri kallast einu nafni þvagfæri. Flestar þvagfærasýkingar (um 80%) eru af völdum bakteríunnar E. coli sem er þarmabaktería, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta einnig verið orsök þvagfærasýkinga. Konur fá frekar þva...

Nánar

Hvað er malaría og hvernig smitast hún?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig smitast malaría og hvaða afleiðingar hefur hún?Er búið að finna bóluefni eða lækningu við malaríu? Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin? Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigði...

Nánar

Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?

Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...

Nánar

Hvers konar hundur er franskur bolabítur?

Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kall...

Nánar

Hvað er hermannaveiki?

Hermannaveiki orsakast af bakteríu sem kallast Legionella pneumophila. Sýking af völdum þessarar bakteríu greindist fyrst eftir ráðstefnu gamalla bandarískra hermanna sem haldin var á hóteli í Fíladelfíu árið 1976. Hátt í 200 manns veiktust og margir dóu. Við krufningu fannst bakterían í sýni frá lungum. Nú eru þe...

Nánar

Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?

Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...

Nánar

Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...

Nánar

Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?

Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...

Nánar

Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?

Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils. Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu....

Nánar

Hvaða sveppir á Íslandi eru eitraðir?

Það getur verið mjög varasamt að borða ákveðnar tegundir sveppa þar sem þær innihalda efnasambönd sem valda truflun á líkamsstarfsemi. Sem dæmi má nefna að til eru tegundir sem innihalda efnasambandið cyclopeptíð (e. cyclopeptide) sem getur valdið lífshættulegum lifrarskemmdum. Sumar sveppategundir innihalda vægar...

Nánar

Hvað er taugaveiki?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir taugaveiki sér og hvert er enska og latneska heitið yfir sjúkdóminn? Ég er eð leita að upplýsingum um taugaveiki. Hvaðan hún kemur og hvernig hún hefur áhrif á líkamann? Taugaveiki eða typhoid fever eins og hún kallast á ensku, smitast með bakteríu sem heiti...

Nánar

Fleiri niðurstöður