Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 137 svör fundust

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...

Nánar

Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?

Stærstu tungur sem finnast í dýraríkinu eru í reyðarhvölum. Tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd og vegur tunga steypireyðarinnar allt að 4 tonn, en það skagar upp í þyngd asíufíls. Af landdýrum hefur gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lengstu tungu núlifandi dýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bil...

Nánar

Er tunga gíraffans svört?

Tunga gíraffans er dökk á lit en misjafnt er eftir heimildum hvernig henni er lýst. Hún er ýmist sögð vera dimmsvört, svarblá, fjólublá eða jafnvel blá að lit, en gera má ráð fyrir að þarna sé um einhvern breytileika að ræða líkt og með flest annað í lífríkinu. Gíraffinn notar langa tungu sína til að slíta lauf...

Nánar

Af hverju er tungan í köttum hrjúf?

Þeir sem hafa verið „þvegnir“ af heimiliskettinum þekkja vel hversu hrjúf tunga kattarins er. Hún minnir meira á sandpappír en mjúka tungu okkar eða tungu grasbíta. Það sama á við um villta ketti, hvort sem þeir eru mörg hundruð kílóa stórkettir eða smávaxnir sandkettir, allir hafa þeir brodda á tungunni. Tung...

Nánar

Eru fiskar með tungu?

Já, allir bein- og brjóskfiskar hafa eitthvað sem gæti kallast tunga. Rétt er þó að taka fram að þessi tunga er ólíkt tungum annarra hryggdýra. Dýrafræðingar nefna þetta einkennilega líffæri ekki tungu, heldur notast við fræðiheitið basihyal. Líkt og á við um tungu landhryggdýra er basihyal með sinafestingu aftarl...

Nánar

Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landnámstíð. Um þær er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? H...

Nánar

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir n...

Nánar

Hvar heldur síldin til eftir árstíðum við Ísland?

Síldin er árstíðabundin þar sem hún hrygnir á ákveðnum stöðum og gengur síðan eftir hrygningu á ætisstöðvar. Á síldarárunum svokölluðu fóru síldveiðar á norsku vorgotssíldinni, eða norsk-íslensku síldinni eins og hún nefnist í dag, fram á vorin og sumrin og var hún því árstíðabundin hérlendis. Þrír síldarstofna...

Nánar

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

Nánar

Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?

Í fornu máli var hið sameiginlega tungumál norrænna þjóða, frumnorræna, oft kallað dönsk tunga. Dönsk tunga var reyndar notað um tvennt. Annars vegar um það mál sem Danir töluðu í Danmörku og í vissum hlutum Bretlandseyja og var á ýmsan hátt ólíkt því máli sem talað var í Noregi. Hins vegar var það notað um hið ga...

Nánar

Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?

Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...

Nánar

Hver var Magnus Olsen og hvert var framlag hans til norrænna fræða?

Magnus Bernhard Olsen var fæddur 28. nóvember 1878 í Arendal á Austur-Ögðum í Noregi, sonur kaupmanns þar og eiginkonu hans. Magnús ólst upp í Arendal, tók stúdentspróf 1896 og lagði síðan stund á fílólógíu (málfræði og bókmenntir) við háskólann í Kristíaníu (nú Ósló) og las latínu, grísku, þýsku og norsku. Hann l...

Nánar

Hvað er hljóðdvalarbreyting?

Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...

Nánar

Er hægt að sigla yfir Kreppu?

Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...

Nánar

Fleiri niðurstöður