Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1098 svör fundust

Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Að vera með eitthvað í hrönnum, er eitthvað sem maður hefur notað í daglegu máli. En eru til hrannir og hvað eru hrannir? Nafnorðið hrönn merkir ‘alda, bára’ (einkum í skáldamáli) en einnig ‘dyngja, aflöng hrúga’ og er það síðari merkingin sem á við orðasambandið í hrö...

Nánar

Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?

Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...

Nánar

Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?

Orðið spennusaga er þýðing á enska orðinu ‘thriller’ sem er aðallega haft um spennandi sögur eða kvikmyndir. Thrill merkir spenna eða æsandi upplifun. Spennusögur skarast oft við aðrar bókmenntategundir, eins og til dæmis leynilögreglusögur, njósnasögur, sakamálasögur og hryllingssögur. Svo virðist sem orði...

Nánar

Af hverju hafa Danir verið kallaðir Baunar?

Hér er einnig svarað spurningu Jóns Viðars Baldurssonar og Arnars Skjaldarsonar, sama efnis. Ekki er alveg ljóst hvers vegna Íslendingar völdu niðrunarorðin Bauni eða Baunverjar um Dani en helst er sú notkun tengd innflutningi á baunum til landsins frá Danmörku. Til dæmis tengir Ásgeir Blöndal Magnússon saman b...

Nánar

Hvaða eiginleika hafa kjötmjölskögglar sem áburður?

Kjötmjöl það sem framleitt er hér á landi er í raun kjöt- og beinamjöl. Mjölið er framleitt úr bæði sláturúrgangi og beinum stórgripa og sauðfjár. Í svarinu verður mjölið kallað kjötmjöl til einföldunar. Efnainnihald og leysni Í kjötmjöli er að finna helstu næringarefni sem plöntur þurfa til vaxtar í hentugu...

Nánar

Hver er uppruni orðsins lygamörður?

Mörður sá sem átt er við er Mörður Valgarðsson sem kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Þar segir um hann: „Þá er hann var fullkominn að aldri, var hann illa til frænda sinna og einna verst til Gunnars. Hann var slægur maður í skaplyndi, en illgjarn í ráðum.“ Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um mun...

Nánar

Hvað er kvótakerfi?

Til eru margs konar kerfi sem kalla mætti kvótakerfi en öll eiga þau það sameiginlegt að verið er að reyna að stjórna magni af einhverju með því að tiltaka hve mikið einstakir aðilar mega nýta (til dæmis veiða, framleiða eða selja). Ýmist er tiltekið það magn sem einstakir aðilar mega nýta eða það hlutfall af heil...

Nánar

Hver fann upp gleraugun?

Elsta ritaða heimild um notkun glerlinsa er eftir Roger Bacon frá 1268. En vitað er að á þeim tíma var þegar farið að nota stækkunarlinsur, settar í ramma, til lestrar bæði í Evrópu og Kína. Þó er umdeilt á hvorum staðnum þessi tækni er upprunnin. Í Evrópu komu gleraugu fyrst fyrir á Ítalíu að frumkvæði Alessan...

Nánar

Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?

Fyrsta forritunarmálið er talið vera Plankalkül, sem skilgreint var af Konrad Zuse á árunum 1942-1946. Þó var skilgreining málsins ekki gefin út opinberlega fyrr en árið 1972. Sökum þess hve seint skilgreining Plankalkül var gefin út var það aldrei notað og hafði því ekki mikil áhrif á þróun forritunarmála. Þess m...

Nánar

Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?

Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vax...

Nánar

Hvernig verður manni ekki um sel?

Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orð...

Nánar

Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?

Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...

Nánar

Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?

Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás. Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta ge...

Nánar

Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann?

Neftóbak og munntóbak kallast einu nafni reyklaust tóbak. Skaðsemi reyklauss tóbaks byggist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins vegar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. Í reyklausu tóbaki eru efni sem vitað er að geta valdið krabbameini og notkun þessa tóbaks virðist geta valdið krabb...

Nánar

Fleiri niðurstöður