Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1098 svör fundust

Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri en árið 2019. Samkvæmt tölum um samræmda vefmælingu á Íslandi nálgast notendur Vísindavefsins nú eina milljón á ári og fjölgaði þeim um rúm 26% frá árinu 2018. Heildarfjöldi notenda árið 2019 var 977 þúsund, innlit voru rétt tæplega 2,4 milljónir og flett...

Nánar

Geta mismunandi lofttegundir og vatnsgufa valdið gróðurhúsaáhrifum?

Geislun frá sólinni er einkum útfjólublá, sýnileg og svokölluð nærinnrauð geislun en ekki hitageislun (sem stundum er nefnd fjærinnrauð geislun) eins og sú geislun sem kemur frá jörðinni. Aðeins hluti geislunar frá sólu nær til jarðarinnar því efni í andrúmsloftinu, aðallega súrefni og óson, hindra eða gleypa skað...

Nánar

Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?

Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...

Nánar

Hvað koma upp mörg riðutilfelli á ári á Íslandi?

Baráttan gegn riðu hér á landi hefur gengið framar vonum flestra. Við upphaf baráttunnar voru fleiri en 100 bæir sýktir í 24 varnarhólfum af þeim 36 sem landinu var skipt í. Tilfellin eru nú um tvö á ári og vonir standa til þess að útbreiðslan hafi verið stöðvuð. Veikin hefur ekki fundist á nýju svæði (varnarhólfi...

Nánar

Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?

Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning. Þegar leitað er svara við spurningun...

Nánar

Hver var Marie-Anne Lavoisier og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Lengi fram eftir öldum var fátítt í sögu Vesturlanda að konur gegndu störfum utan heimilis. Það á við um mörg starfsvið eins og til dæmis lögfræði, læknisfræði, verkfræði, handverk og ekki síður um vísindastörf. Í þessum starfsgreinum koma konur því lítið við sögu fyrr en kemur fram á 19. eða 20. öld. Frá forn...

Nánar

Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?

Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...

Nánar

Hvaða viðhorf hafa algengustu trúarbrögð heims til líkbrennslu?

Líkbrennsla hefur tíðkast í mörg þúsund ár. Viðhorf til líkbrennslu eru iðulega nátengd trúarbrögðum og menningu á hverjum stað á hverjum tíma. Hjá Grikkjum og Rómverjum var líkbrennsla algengur útfararsiður en eftir því sem kristni breiddist út lögðust bálfarir að mestu leyti af í Evrópu. Á miðöldum voru lík hel...

Nánar

Getur verið að Íslendingar hafi ruglast á orðunum sæng og dýna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú segja Íslendingar sæng og dýna meðan Danir segja seng og dyne (seng þýðir þá rúm) og dyne þýðir sæng. Það hefur mikið verið rætt á okkar heimili sem er íslenskt og danskt, hvort sé upprunalega rétt. Það er hvort rugluðumst við Íslendingar eða Danir á merkingu eða ...

Nánar

Hvar fundust öll íslensku handritin?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvar fundust handritin? Handritin að Íslendingasögunum? Talið er að íslensk handrit og brot úr handritum séu allt að 20.000. Þar af eru tæplega 1.400 handrit frá miðöldum, það er skrifuð um eða fyrir miðja 16. öld. Handrit og brot úr handritum frá miðöldum á norrænu eru um 860...

Nánar

Fleiri niðurstöður