Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 314 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?

Irving Fisher er oft sagður vera merkasti hagfræðingur sem komið hefur fram í Ameríku. Hann var afkastamikill fræðimaður, sem kom fram með hugmyndir sem margar hverjar áttu eftir að finna varanlegan sess á hinum ýmsu sviðum hagfræðinnar. Fisher er einnig fyrsti bandaríski hagfræðingurinn sem lagði ríka áherslu á a...

Nánar

Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hver var Marcus Quintilianus? (Svana) Hverjar voru hugmyndir Marcusar Quintilianusar í uppeldis- og menntamálum? (Ruth) Marcus Fabius Quintilianus var mælskulistarkennari í Róm á 1. öld. Hann fæddist einhvern tímann á milli áranna 35 og 40 á Spáni og lést skömmu fyrir aldamó...

Nánar

Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?

Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið. Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þé...

Nánar

Hver var Nikola Tesla og hvert var framlag hans til vísindanna?

Nikola Tesla var af serbneskum ættum og fæddist í smábænum Smiljan í Austurríki-Ungverjalandi (nú hluti af Króatíu) árið 1856. Ungur að árum fékk hann ýmsar framúrstefnulegar hugmyndir, til dæmis að í framtíðinni yrði mögulegt að varpa myndum sem fólk sæi fyrir sér í huganum upp á skjá, smíða vélmenni sem hegðuðu ...

Nánar

Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?

Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...

Nánar

Hver var fyrsti leikari Íslands?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver var fyrsti leikari Íslands og getur þú sagt mér eitthvað frá honum eða henni? Hvað gerir einstakling að leikara? Er það sá sem hefur viðurværi sitt af leiklist? Eða sá sem hefur menntun á sviði leiklistar? Það er varla fyrr en með opnun Þjóðleikhússins árið 1950 se...

Nánar

Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?

Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...

Nánar

Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?

Barist gegn kynþáttaaðskilnaði Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African Natio...

Nánar

Hvers vegna sofum við?

Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...

Nánar

Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti?

Margir hugsa um stærðfræði sem safn af verkfærum, það er aðferðum, aðgerðum og formúlum, sem hver á við sitt tilvik. Aðalatriðið sé að þekkja þessi verkfæri vel og muna hvert þeirra á við hvað. Þessir þættir stærðfræðinnar eru þó aðeins hluti af heildarmyndinni. Stærðfræðin snýst fyrst og fremst um hugsun, það ...

Nánar

Hver var Wilhelm Johannsen og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

Wilhelm Ludwig Johannsen var einn af þekktustu erfðafræðingum heims á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1857. Ungur hóf hann nám í lyfjafræði og lauk því árið 1879. Árið 1881 varð hann aðstoðarmaður efnafræðingsins Johans Kjeldahls á rannsóknarstofu Carlsbergs, en viðfangsefni hans vo...

Nánar

Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?

Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru feng...

Nánar

Fleiri niðurstöður