Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 410 svör fundust

Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?

Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...

Nánar

Hver var Tycho Brahe?

Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom h...

Nánar

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

Nánar

Á að skrifa Jörð eða jörð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á að skrifa Jörð eða jörð? Aukaupplýsingar: Hér stendur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fengið svar frá Íslenskri málnefnd um að rita ætti stóran staf þegar um sérnafnið væri að ræða. Hinsvegar er orðið Jörð með stórum staf hvorki til á Snöru né hjá Beygingarl...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?

Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið a...

Nánar

Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?

Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...

Nánar

Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?

Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft. Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að ...

Nánar

Hver var Vladimir Lenín?

Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...

Nánar

Hvað er malbik og hvernig er það framleitt?

Efsta lag vegbyggingar nefnist slitlag en hér á landi er aðallega um tvenns konar bikbundin slitlög að ræða, malbik sem er heitblandað í malbikunarstöð og klæðingu. Óbundin slitlög nefnast malarslitlög. Malbik er blanda af steinefni, biki og stundum íaukum (trefjum, viðloðunarefnum, vaxi, sementi, kalkdufti og ...

Nánar

Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...

Nánar

Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?

Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...

Nánar

Dóu Vestur-Íslendingar í skotgröfum fyrri heimstyrjaldarinnar?

Svarið við spurningunni er já. Allmargir Vestur-Íslendingar dóu í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar, allir á vesturvígstöðvunum í Belgíu og Norður-Frakklandi. Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Upplýsingar eru til um 1.245 Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stríðinu. A...

Nánar

Fleiri niðurstöður