Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 268 svör fundust

Eru einhverjar slöngur í útrýmingarhættu?

Slöngur tilheyra ættbálkinum Squamata og undirættbálkinum Serpentes. Samkvæmt válista IUCN eru rúmlega 30 tegundir sem tilheyra þessum undirættbálki og teljast vera í hættu (e. endangered). Ekki verður þó gerð frekari grein fyrir þessum tegundum hér. Að mati IUCN töldust hins vegar 10 slöngutegundir vera í alva...

Nánar

Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?

Fílaveiki er landlæg víða í heiminum. Meira en milljarði manna í yfir áttatíu löndum stafar hætta af smiti. Árið 2000 höfðu 120 milljónir fengið sjúkdóminn og af þeim voru meira en 40 milljónir sem hlutu varanlega hömlun eða lýti af hans völdum. Um þriðjungur tilfella er á Indlandi og þriðjungur í Afríku, en önnu...

Nánar

Verða allar manneskjur kynþroska?

Allir heilbrigðir einstaklingar verða kynþroska en það er mjög einstaklingsbundið hvenær kynþroski hefst og hvernig hann þróast. Því er varhugavert að bera sig saman við aðra, þótt slíkt sé ofureðlilegt. Sum heilkenni hafa það hins vegar í för með sér að einstaklingar með þau verða ekki kynþroska eða að minnst...

Nánar

Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?

Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...

Nánar

Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?

Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...

Nánar

Hvenær lýkur skák með jafntefli?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er tvípeð, frípeð og stakt peð í skák? Og hvað eru 6 mismunandi leiðir sem það getur verið jafntefli? Jafntefli í skák getur átt sér fimm mismunandi orsakir. Spyrjandi biður um sex orsakir, en sú sjötta var fjarlægð úr reglum leiksins árið 1965 þar sem hún getur í rau...

Nánar

Hvað er hantaveira?

Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...

Nánar

Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt? Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af ...

Nánar

Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...

Nánar

Hvers vegna klæjar mann?

Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um uppvakninga?

Í þjóðtrú ýmissa landa og í kvikmyndum og skáldsögum finnast verur sem við köllum yfirleitt uppvakninga á íslensku. Mörg þessara furðuvera eiga lítið annað sameiginlegt en að erlend heiti þeirra eru þýdd með sama orðinu á íslensku; til dæmis eru norrænu draugarnir sem vinna verk fyrir illa galdramenn ekki sömu fyr...

Nánar

Fleiri niðurstöður