Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1222 svör fundust

Hvaðan kemur orðið lestrarhestur?

Orðið lestrarhestur er tökuorð úr dönsku læsehest og hefur verið notað að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Danmörku var orðið áður fyrr talið fremur niðrandi um þann sem mikið liggur í bókum og samheiti við bogorm sem við þekkjum sem bókaormur. Í nýjum orðabókum virðist læsehest í dönsku hafa fengið...

Nánar

Ég var í námi í Danmörku og útskrifaðist sem web-integrator frá Tækniskólanum í Álaborg. Er til eitthvert íslenskt orð fyrir web-integrator?

Svo virðist sem web-integrator hafi ekki fengið íslenskt heiti. Málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur heitið ekki í Orðabanka sínum yfir fræðiheiti á fjölmörgum sviðum. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands hefur ekki heldur tekið heitið fyrir á fundi en hún hefur séð um að íslenska...

Nánar

Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...

Nánar

Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?

Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu ...

Nánar

Hvort er maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Segir maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður? Ég lærði að þetta ætti við um handlaginn trésmið, en ég hef einnig heyrt að það sé komið frá Völundi úr Völundakviðu. Orðið sem spurt er um er þúsundþjalasmiður, samsett af orðunum þúsund, þjöl og smiður. Orðið er notað u...

Nánar

Hvað er ferðasúpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...

Nánar

Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Enn um orð sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hver/hvað er þessi „þaula“ sem menn spyrja stundum í? Hér er ekki einu sinni ljóst hvaða kyn þetta orð er, hvað þá fallbeyging,....ef þetta er á annað borð nafnorð yfirhöfuð! Karlkynsorðið þauli merkir ‘eitthvað síendurtekið ...

Nánar

Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...

Nánar

Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?

Spurningin í heild hljóðaði svo:Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?

Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.Þrír tígrishvolpar Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minn...

Nánar

Eru skoffín og skuggabaldrar til í alvörunni?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Eru dæmi um að refir og kettir eignist afkvæmi saman? Ef svo er hvað heita þau þá?Samkvæmt þjóðtrú eru skoffín afkvæmi refs og kattar, þar sem kötturinn er móðirin. Orðið er einnig notað í merkingunni 'fífl', 'kjáni', 'stelputrippi' og stundum sem gæluorð um börn. Skuggabaldur...

Nánar

Hvað er átt við þegar talað er um vergar þjóðartekjur?

Með vergum þjóðartekjum er einfaldlega átt við allar tekjur þjóðarinnar á tilteknu tímabili, oftast einu almanaksári. Með tekjum er einkum átt við laun, hagnað fyrirtækja og vaxtatekjur. Önnur hugtök sem oft eru notuð til að lýsa svipuðum stærðum eru verg landsframleiðsla og verg þjóðarframleiðsla. Verg landsframl...

Nánar

Fleiri niðurstöður