Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 84 svör fundust

Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

Nánar

Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar?

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með því að stjörnurnar fari í hringi. Ég svara þess vegna bara báðum spurningunum sem um gæti verið að ræða. Okkur sýnast fastastjörnurnar fara í hringi kringum himinpólinn sem er nálægt Pólstjörnunni. Þetta er sýndarhreyfing sem kemur til af því að við sjálf erum á hrin...

Nánar

Hvað er loft?

Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Ste...

Nánar

Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins? Er einhver fasti til þess að lenda á? Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru fjórar talsins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru allar gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að le...

Nánar

Hvernig varð sólkerfið til?

Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upp...

Nánar

Um hvað fjalla ítölsku umræður Gíordanós Brúnós?

Ítalinn Gíordanó Brúnó (1548-1600) var fjölhæfur fyrirlesari og afkastamikill rithöfundur. Hann var alls óhræddur við að halda á loft skoðunum sínum og þeim kenningum sem hann aðhylltist. Hugsun hans gekk gjarnan gegn viðurkenndum skoðunum samtímans. Oft var Brúnó því ekki vært nema stutt á sama stað og var hann á...

Nánar

Er mjög hvasst á Júpíter?

Júpíter er vinda- og stormasöm reikistjarna. Svæðisvindar eru sterkastir í vindröstum, það er á mörkum belta og svæða, sem lofthjúpur Júpíters skiptist í. Þar fer vindhraðinn yfir 140 m/s. Vindhraði sem þessi er ekki endilega tímabundinn eins og hér á jörðinni og getur jafnvel varað í nokkur hundruð ár. Lofthjú...

Nánar

Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?

Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólinni en Venus kemur þar á eftir. Merkúríus er að meðaltali 57.900.000 km frá sólinni en Venus 108.200.000 km frá sólinni. Það er því eðlilegt að spyrjandi velti fyrir sér hvers vegna heitara sé á Venus en á Merkúríusi þegar Venus er um tvöfalt lengra frá sólinni! Hátt...

Nánar

Hvað heitir sólin í næsta sólkerfi?

Þessu er ekki hægt að svara ennþá. Menn hafa á síðasta áratug eða svo verið að finna sífellt fleiri reikistjörnur eða merki um þær við nokkra tugi sólstjarna í nágrenni við sólkerfið okkar. Þar með segjum við að sólstjörnurnar sem um er að ræða séu í sólkerfi. Leitaraðferðirnar eru hins vegar ekki fullkomnari e...

Nánar

Hvað eru margar reikistjörnur til?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?

Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og...

Nánar

Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið?

Ef við trúum því að Guð hafi skapað alla hluti, hvern um sig og í þeirri mynd sem þeir eru núna, þá hefur hann bara gert það þannig og við getum ekki spurt nánar út í það. Hins vegar er vel hægt að trúa á Guð án þess að gera ráð fyrir að hann hafi skapað hvern hlut sérstaklega. Hann hafi þá kannski bara sett he...

Nánar

Af hverju er grjótið á Mars rautt?

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...

Nánar

Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?

Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð. Tvær tegundir af bra...

Nánar

Fleiri niðurstöður