Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 275 svör fundust

Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?

Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð. Á síðustu áratugum hef...

Nánar

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

Nánar

Hvaða eiginleika hafa kjötmjölskögglar sem áburður?

Kjötmjöl það sem framleitt er hér á landi er í raun kjöt- og beinamjöl. Mjölið er framleitt úr bæði sláturúrgangi og beinum stórgripa og sauðfjár. Í svarinu verður mjölið kallað kjötmjöl til einföldunar. Efnainnihald og leysni Í kjötmjöli er að finna helstu næringarefni sem plöntur þurfa til vaxtar í hentugu...

Nánar

Hvernig er fæðukeðja hafsins?

Hafið þekur rétt rúmlega 70% af yfirborði jarðar og hafsvæðið innan efnahagslögsögu Íslands er um 800 þúsund ferkílómetrar en Ísland sjálft er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar. Þetta svar mun byggjast á þeim fæðukeðjum eða öllu heldur fæðuvef eins og við þekkjum hann og vistkerfi sjávarins í sem heilsteyptastri...

Nánar

Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?

Sæotrum var fyrst lýst með vísindalegum hætti í feltbókum náttúrufræðingsins Georgs Stellers frá 1751 og komu einnig fyrir í Systema Naturae, riti Carls Linnaeus frá 1758. Upphaflega var tegundin nefnd Lutra marina á fræðimáli en hefur gengið í gegnum fjölmargar nafnabreytingar síðustu 250 árin. Nú ber tegundin h...

Nánar

Hvað gerðist í Tunguska í Síberíu?

Snemma morguns þann 30. júní árið 1908 heyrðist gríðarleg sprenging nálægt ánum Tunguska í Mið-Síberíu. Svæðið er frekar strjálbýlt, eiginlega eyðimörk að mestu, en þó var þar statt fólk sem varð vitni að atburðinum. Vitnin sögðu að þeim sýndist sem stór eldbolti flygi yfir himininn sem var albjartur og húsin byrj...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um ljón?

Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurn...

Nánar

Hverjir eru íslensku sauðalitirnir og hversu margir eru þeir?

Íslenskt sauðfé mun hafa komið til Íslands frá Noregi um landnám. Það er náskylt gamla norska stuttrófufénu sem var upprunalega hyrnt en er nú mikið til orðið kollótt vegna ræktunar á kollóttu umfram hyrnt á síðustu áratugum. Sumir af íslensku sauðalitunum finnast í norska stuttrófufénu en litum mun hafa fækkað þe...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?

Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 ár...

Nánar

Hvað er varmasmiður og finnst hann á Íslandi?

Varmasmiður (Carabus nemoralis) er skordýr sem finnst við fjölbreytileg skilyrði á heimaslóðum sínum í Evrópu og er þar algengastur stóru smiðanna. Hann heldur sig í allskyns þurrlendi með frjósömum jarðvegi, í opnum skógarbotnum, skrúðgörðum og húsagörðum, bæði í byggð og villtri náttúru. Ræktarlönd og garðyrkja ...

Nánar

Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?

Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum. Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum...

Nánar

Hvað er hirsi og hvernig er það notað?

Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...

Nánar

Fleiri niðurstöður