Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 271 svör fundust

Af hverju eru sniglar slímugir?

Sniglar framleiða slím til að auðvelda þeim að skríða. Yst í húð snigilsins eru frumur sem seyta slímkenndu efni. Slímið gerir sniglinum auðveldara að smjúga eftir undirlaginu. Í slími snigla er sykurprótín sem getur drepið bakteríur. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Fæðast sniglar með skel? eftir Jón Má Halld...

Nánar

Getur barn erft nýrnasjúkdóm frá foreldrum sínum, til dæmis IgA?

Nýrnasjúkdómar eru margir og margs konar. Sumir koma fram strax við fæðingu á meðan aðrir birtast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Flestir nýrnasjúkdómar eru ekki arfgengir en flokka má þá arfgengu í sex almenna flokka. Í fyrsta flokki eru vanskapanir nýrna og annarra þvagfæra. Í öðrum flokki eru ýmsir blöðrusjú...

Nánar

Mega þeir sem eru með hnetuofnæmi borða kókoshnetur og furuhnetur?

Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu eftirfarandi: Þrátt fyrir heitið eru hvorki kókoshnetur né furuhnetur eiginlegar hnetur. Þeir sem hafa hnetuofnæmi geta yfirleitt borðað báðar þessar tegundir. Einu undantekningarnar eru ef sömu einstaklingar hafa einnig sjaldgæft ofnæmi fyrir kókoshnetum eða furuhnet...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?

Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Hann hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum. Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunn...

Nánar

Hvað er genastjórnun?

Orðið genastjórnun gæti átt við stjórn gena á eiginleikum eða einkennum lífvera. Hvernig stjórna gen til dæmis því að sumir menn eru brúneygðir en aðrir bláeygðir og sumir svarthærðir en aðrir rauðhærðir? Genastjórnun gæti líka átt við stjórnun á starfsemi einstakra gena eða genahópa. Miklar rannsóknir hafa fa...

Nánar

Hvernig lýsir glútenóþol sér?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er glúten? Getið þið bent mér á greinargóðar heimildir um glútenóþol (celiac sprue)? Glúten er prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í korntegundum eins og hveiti, byggi og rúg. Víða um heim er algengt að matvæli séu merkt sem glútensnauð og margir veitingastaðir bjóða upp...

Nánar

Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?

Innri öndun er kölluð öðru nafni frumuöndun og fer fram í hverri einustu frumu líkamans. Þetta er í raun efnaferli þar sem orkuefni, sem við höfum fengið með fæðunni og hafa borist með blóðrásinni frá meltingarfærum til vefja líkamans, eru brotin niður í frumunum til að fá úr þeim orku. Þessi efni eru sykrur (carb...

Nánar

Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...

Nánar

Af hverju vaxa neglur og hár?

Bæði neglur og hár vaxa við það að frumur bætast við naglrótina eða hárrótina og ýta þannig eldri frumum smám saman fram. Um vöxt nagla er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir meðal annars: Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í...

Nánar

Hvað heldur lífi í okkur?

Maðurinn þarf að grunni til þrennt til að halda sér á lífi: Mat, vatn og súrefni. Án matar getur maðurinn lifað í 40-60 daga en án vatns getur hann einungis lifað í fáeina daga. Maturinn sem við borðum skiptist í þrennt: kolvetni, prótín og fitu. Auk þess þarf líkaminn ýmis vítamín og steinefni, sem hann fær úr ma...

Nánar

Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?

Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...

Nánar

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

Nánar

Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn?

Í blóði eru mörg hundruð efni sem hægt er að mæla, meðal annars er hægt að telja og mæla rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur. Allir þættir blóðs þurfa að vera í réttu magni og hlutfalli til þess að við séum heilbrigð. Blóðrannsókn er mikilvægur hluti greiningar á sjúkdómum þar sem þeir valda oft röskun á þe...

Nánar

Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?

Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...

Nánar

Hvað er Cohen-heilkenni?

Cohen-heilkenni er ástand sem stafar af víkjandi stökkbreytingu á litningi átta sem er einn af líkamslitningunum. Til að heilkennið komi fram þarf barn að erfa stökkbreytta genið frá báðum foreldrum. Ekki er vitað hvaða prótín þetta gen geymir upplýsingar um en það er gallað eða óstarfhæft í einstaklingum með Cohe...

Nánar

Fleiri niðurstöður