Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 271 svör fundust

Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...

Nánar

Hvað veldur storknun blóðs?

Undir eðlilegum kringumstæðum helst blóð fljótandi á meðan það er innan æða. Ef blóð er tekið úr líkamanum og ekki meðhöndlað á viðeigandi hátt þykknar það aftur á móti og myndar kökk. Með tímanum skilst kökkurinn frá vökvanum. Gulleitur vökvinn kallast blóðvatn eða sermi og er blóðvökvi án storknunarprótína. Kökk...

Nánar

Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?

Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga máltíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingartuflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefninn. Aftur á móti getur verið gott að fá sér létt snarl fyrir háttinn sem inniheldur amínósýruna tryptó...

Nánar

Geta dýr gert konur óléttar?

Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu...

Nánar

Er hægt að deyja úr svefnleysi?

Svefn er okkur lífsnauðsynlegur og algjör skortur á svefni leiðir á endanum til dauða. Rétt er þó að taka fram að algjör svefnskortur hjá mönnum er næstum ómögulegur nema hjá einstaklingum sem þjást af sjúkdómi sem nefnist banvænt arfgengt svefnleysi. Svefn gegnir hlutverki við endurnýjun, vöxt og viðhald heil...

Nánar

Hvað er osmósa?

Þegar leysiefni og lausn eru aðskilin með himnu sem einungis hleypir í gegn um sig sameindum leysiefnisins leitast viðkomandi sameindir til að fara frá leysiefninu yfir í lausnina. Við það þynnist lausnin, þ.e. styrkur uppleysta efnisins í lausninni minnkar. Fyrirbæri þetta nefnist osmósa. Almennt getur osmósa át...

Nánar

Af hverju prumpar maður og ropar?

Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu. Við gleypum alltaf svolítið loft þegar við kyngjum mat eða dryk...

Nánar

Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?

Það fer alfarið eftir því hvernig fæðan er samsett hversu langan tíma tekur að melta hana. Þumalputtareglan er þó sú að sólarhring eftir að við höfum borðað máltíð höfum við melt hana og losað okkur við þann hluta hennar sem við getum ekki melt. Meltingarvegurinn nær allt frá munni til endaþarms og er nokkur...

Nánar

Hvað er hvatberi?

Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum fr...

Nánar

Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?

Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...

Nánar

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum þá geta fuglar valdið ofnæmi, bæði bráðaofnæmi og svokölluðu fuglavinafári. En þá vaknar sú spurning hvort fólk geti fengið ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni. Fuglar geta valdið ofnnæmi og koma ofnæmisvakarnir úr fiðrinu eða driti fuglanna. Nokkrar greinar hafa b...

Nánar

Fleiri niðurstöður